Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 34
32
MÚLAÞING
öðram stöðum við síðara jarðamatið 1928 til 1930. Tafði eg fyrst við að
fara á fund til Reykjavíkur, síðan að ferðast um alla sýsluna og síðast á
Seyðisfirði nokkra mánuði við skriftir, sem eg á öðrum stöðum í þessu
hefði skýrt máske nákvæmar frá ef líf og tími leyfði það.
Hér verður viðstaða talsverð á skrift ævisögunnar, því mörg ár eru lið-
in síðan eg skrifaði þennan fyrri part. Hefur margskonar annríki við bú-
skapinn, jarðamat o.fl. orðið til þess að hindra mig frá ritstörfum, og nú
síðustu ár hef eg töluvert ferðast um landið og farið í það tímar sem nota
hefði mátt til að skrifa ævisöguna, en margt vill verða til að taka tímann
og þess ekki nógu vel gætt, að liðinn tími kemur aldrei aftur.
Það var um sumarmál vorið 1881 að eg kom hingað að Stakkahlíð til
veru og tók hér við búi Ingibjargar Stefánsdóttur, sem bjó hér sem ekkja
með tvö börn sín, Einar Svein Einars Sveinsson og Björgu Einars
Jón Baldvin Jóhannesson.
Ingibjörg Stefánsdóttir.
Myndir Eyjólfur Jónsson.
Sveinsdóttur, og voru þau bæði ung og efnahagurinn þröngur. Féð var
fátt þegar eg kom hingað, en til hamingju vora skuldir litlar.
Eg átti um 300 krónur skuldlausar og einn hest sem eg seldi, og fyrir
þessar eignir keypti eg ær um 30 tals í Borgarfirði til að auka bústofn-
inn. Hestar vora hér þrír, kýr þrjár og einn tarfkálfur. Sauðfé mun hafa
verið hér, ær 80, sauðir 30 og lömb 30, féð um 150 kindur alls sem eg
hafði til að byrja búskapinn með vorið 1881.