Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 176
174
MULAÞING
urðu eftir í Fljótsdal. Símon er þá sagður búlaus vinnumaður. Hann er í
vinnumennsku á Dal, m.a. Brattagerði fram til vors 1843 er hann fór
vinnumaður að Bessastaðagerði, og þar lést hann hinn 12. ágúst, en ekki
tilgreinir prestur dánarorsök. Hann var jarðsettur á Valþjófsstað.
Ragnhildur var næstu ár vinnukona á Jökuldal og hafði Halldóru með
sér, og 1845 voru þær á Eiríksstöðum. Þar var samtíða þeim Hrólfur
Guðmundsson, Mývetningur að ætt. Tókst vinskapur með þeim Ragn-
hildi, og 1847 fóru þau þrjú að Jökulsá í Borgarfirði, hvar þau bjuggu
saman næstu 6 ár eða svo. Þær mæðgur komu að Brekku í Fljótsdal um
1854, en þá var Guðrún Símonardóttir vinnukona þar og í þann veginn
að ganga í hjónaband. Hrólfur giftist síðar á Jökuldal, og hann lét dóttur
sína heita Ragnhildi, en hún dó barn.
Aðeins ein dætra Símonar og Ragnhildar er í nafnaskrá í Ættum, og er
þó margt fólk komið af þeim. Ætla ég hér að reyna að bæta nokkuð úr
þessari vöntun, en mun reyna að stytta mál mitt eftir megni.
Börn Símonar og Ragnhildar
A. Sigríður Símonardóttir, f 6/11 1823, d. 9/3 1900
í Brekkugerði.
Hún ólst upp í Hvammi, fór með föður sínum austur á Hérað um 1839.
Hún var vinnukona á Jökuldal og í Fellum. Arið 1847 var hún vinnu-
kona á Eiríksstöðum, og árið eftir, hinn 12/8 1848 fæddi hún son sem
skírður var Einar, og faðirinn var Björn Arnason ógiftur vinnumaður
þar, og er þetta beggja 1. lausaleiksbrot. Björn (5380) átti síðar Hildi
Bessadóttur frá Giljum, bjuggu á Hálsi. Ef til vill gefst tækifæri síðar til
að tala um niðja hans, en þeim eru ekki gerð full skil í Ættum.
Sigríður fór með Einar son sinn að Bessastöðum í Fljótsdal og var þar
um stund vinnukona. Hinn 11/12 1852 átti hún barn og kenndi það gift-
um bónda á Bessastöðum, Sveini Pálssyni. Dómurinn var skráður í
kirkjubókina og er þetta 2. lausaleiksbrot hennar, en hans 1. hórdóms-
brot. Bamið var skírt og hlaut nafnið Margrét. Það skal tekið fram að
hjónin á Bessastöðum, þau Sveinn Pálsson og Kiistín Torfadóttir (1941-
2862), voru heiðurshjón sem öllum vildu gott gera á sinni tíð. Litla
stúlkan Margrét ólst upp þar á heimilinu við gott atlæti, og mun svo hafa
verið um fleiri börn sem ólust upp undir verndarvæng þessara hjóna.
Næstu ár var Sigríður í vistum með Einar son sinn bæði í Fljótsdal og
á Jökuldal. 1863 voru þau mæðgin í Mjóanesi hjá systur Sigríðar og