Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Síða 168
166
MÚLAÞING
11400) 47 ára. Kona hans er 51. árs, (Þórkatla Aradóttir). Talin eru
fimm böm; þrír drengir á aldrinum 19, 13 og 9 ára, og tvær stúlkur 20
og 17 ára. Nú eru aðeins þekkt fjögur böm þessara hjóna, og verið gæti
að af fimm bömum í Hlíð 1762 sé til dæmis fóstursonur, talinn með
börnum þeirra hjónanna. f Ættum eru talin: Una f. 23/2 1742; Ari f.
16/12 1743; Guðrún, ég ætla að hún sé stúlkan sem er 17 ára 1762, og
því fædd 1745 - og Ingimundur -. Nú er það svo að þrjú þessara systkina
frá Hlíð staðfestust í heimasveit sinni, giftust börnum Asmundar Helga-
sonar á Hvalnesi, en hann var bróðir Jóns Helgasonar sýslumanns: Ari
átti Guðrúnu Ásmundsdóttur, Guðrún átti Indriða Ásmundsson og Ingi-
mundur átti Ingibjörgu Ásmundsdóttur (11461-13240). Eru af þeim
komnar ættir sem gerð er nokkur grein fyrir í Ættum Austfirðinga, og
ætla ég ekki að fara að endurtaka það allt hér, heldur fylla í eyður sem
þar er að finna, einkum þó hvað varðar niðja Ingimundar Jónssonar frá
Hlíð.
Eins og áður er sagt átti Ingimundur Ingibjörgu Ásmundsdóttur á
Hvalnesi, en hún var systir þeina bræðra Ásmundssona, þ.e. Indriða og
Hallgríms, sem síðar bjuggu í Skriðdal og af eru komnar miklar ættir þar
um slóðir. Ekki er vitað um fæðingarár hennar, en Benedikt Gíslason
telur, í Hallgríms sögu Ásmundssonar (Austurland II), hana hafa verið
yngsta af sínum systkinum. Þar sem Hallgrímur er fæddur 1759, en hann
er þriðji í röð sinna systkina, mundi mega álíta að hún geti verið fædd
um 1761-2. Hallgrímur telur systur sína hafa dáið 27 ára, sem hefði þá
verið 1788-9.
Líklegt er að Ingimundur sé sá sem er 9 ára 1762, þó þar skeiki all-
miklu síðar, þegar hann er fluttur til Skriðdals með þriðju konu sinni, og
mun hann þá vera skráður nokkrum árum yngri en rétt mun vera. Líklegt
er að Þingmúlaklerkur hafi ekki fengið nákvæmar upplýsingar hvað
varðar aldur, en svo virðist sem Valþjófsstaðaklerkur hafi síðar haft aðr-
ar upplýsingar sem sýnast nær raunveruleikanum. Mun hann því vera
fæddur um 1753-4.
f Ættum segir að þau Ingimundur og Ingibjörg hafi átt sjö börn og að-
eins eitt hafi lifað. Þar er þó farið fljótt yfir sögu, og stuttur hefur tíminn
verið til að eiga sjö börn, þar sem Ingibjörg var aðeins 27 ára er hún
andaðist. Mestallur tíminn sem þau voru samvistum var samfelldur
harðinda- og hallæristími í lífi þjóðarinnar af völdum Skaftárelda og
Móðuharðindanna sem eftir fylgdu og ollu uppflosnun fólks víða um
sveitir. í Hallgríms sögu segir Benedikt Gíslason frá burtför þeirra