Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 41
MÚLAÞING
39
eg hafði fengið hjá mönnum þeim sem eg hef getið áður í þessum skrif-
um og lærði hjá smíði og bóklegar greinar.
Veturinn í Asi var mér samtíða ungfrú Þórunn Ríkarðsdóttir, sem upp-
alin var að eg held í Reyðarfirði, en lenti til útlanda skömmu eftir þessa
veru í Asi. Hún kom svo heim aftur eftir nokkurra ára veru í útlöndum,
stundaði hér á landi kennslu nokkur ár, áður en hún giftist og fór að búa
í Höfn í Borgarfirði stóra og bjó þar ásamt manni sínum Sívertsen, sem
hún missti eftir 10 ára sambúð, en hélt áfram að búa í Höfn sem ekkja
þar til þessi eini sonur, sem hún eignaðist með manni sínum, gat farið að
standa fyrir búi með móður sinni í Höfn, og bjuggu þau þar saman þegar
eg heimsótti þau 1932 að mig minnir. Sagði Þórunn mér þá frá mörgu
um ferð sína til útlanda og veru sína þar, einnig um veru sína og búskap
í Höfn, frá gamla vinnumanninum sem ennþá lifði þar og lengst hafði
varið fénu að vera úti á skerjunum á flóðum, hvort heldur var á nótt eða
degi, frá því er hann lá úti á móum fyrir innan ána og hún lét menn sína
bjarga honum. Hún baðaði hann og hjúkraði honum svo hann gæti lifnað
sem best við eftir útileguna og hrakninginn.
Veturinn 1935 var eg fyrst á Seyðisfirði, frá því fyrir veturnætur og
fram um miðjan febrúar á Gamalmennahælinu og veturinn þar á undan
hafði eg líka verið þar svo mánuðum skipti. Undi eg mér fremur vel á
hælinu, sérstaklega líkaði mér vel við Þóru Sigurðardóttur forstöðukonu.
Faðir hennar var ættaður frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og sú ætt búin
að vera lengi þar í Fljótsdal, en mun vera komin sunnan af Rangárvöll-
um (Jón vefari). Er margt myndarfólk af þeirri ætt, en ekki neitt annálað
fyrir miklar gáfur, síst skáldskapargáfu. Þóra Sigurðardóttir var um langt
skeið í mörgum löndum Norðurálfunnar, Englandi (London), Frakk-
landi, Ítalíu og suður í Egyptaland hafði hún komið og skoðað þar
píramítana o.fl. Hún gætti barna ríkisfólks, en vann stundum að saumum
fyrir sjálfa sig í þessum löndum. Hún innvann sér töluvert fé, en mest af
því mun hafa runnið til skyldmenna hennar hér á seinni árum, hjálpaði
hún mörgum af börnum systra sinna til að menntast og mannast bæði í
útlöndum og hér heima. Var það vel og heiðarlega gjört af henni, úr því
hún aldrei giftist sjálf eða átti neina afkomendur.
Það er fremur stutt og endasleppt sem eg hef skrifað um veru mína og
búskap hér í Stakkahlíð, meðfram vegna þess að eg var oft og tíðum óá-
nægður með marga af þeim nágrönnum sem eg átti hér. Þó má geta þess
að eg byggði hér kirkju á Klyppsstað nokkru eftir að eg kom hingað.
Var það séra Björn Þorláksson sem um það átti, og þar sem kirkjan var
mjög fátæk, var allt notað, sem hægt var að nota af gömlu viðunum í