Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 41

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 41
MÚLAÞING 39 eg hafði fengið hjá mönnum þeim sem eg hef getið áður í þessum skrif- um og lærði hjá smíði og bóklegar greinar. Veturinn í Asi var mér samtíða ungfrú Þórunn Ríkarðsdóttir, sem upp- alin var að eg held í Reyðarfirði, en lenti til útlanda skömmu eftir þessa veru í Asi. Hún kom svo heim aftur eftir nokkurra ára veru í útlöndum, stundaði hér á landi kennslu nokkur ár, áður en hún giftist og fór að búa í Höfn í Borgarfirði stóra og bjó þar ásamt manni sínum Sívertsen, sem hún missti eftir 10 ára sambúð, en hélt áfram að búa í Höfn sem ekkja þar til þessi eini sonur, sem hún eignaðist með manni sínum, gat farið að standa fyrir búi með móður sinni í Höfn, og bjuggu þau þar saman þegar eg heimsótti þau 1932 að mig minnir. Sagði Þórunn mér þá frá mörgu um ferð sína til útlanda og veru sína þar, einnig um veru sína og búskap í Höfn, frá gamla vinnumanninum sem ennþá lifði þar og lengst hafði varið fénu að vera úti á skerjunum á flóðum, hvort heldur var á nótt eða degi, frá því er hann lá úti á móum fyrir innan ána og hún lét menn sína bjarga honum. Hún baðaði hann og hjúkraði honum svo hann gæti lifnað sem best við eftir útileguna og hrakninginn. Veturinn 1935 var eg fyrst á Seyðisfirði, frá því fyrir veturnætur og fram um miðjan febrúar á Gamalmennahælinu og veturinn þar á undan hafði eg líka verið þar svo mánuðum skipti. Undi eg mér fremur vel á hælinu, sérstaklega líkaði mér vel við Þóru Sigurðardóttur forstöðukonu. Faðir hennar var ættaður frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og sú ætt búin að vera lengi þar í Fljótsdal, en mun vera komin sunnan af Rangárvöll- um (Jón vefari). Er margt myndarfólk af þeirri ætt, en ekki neitt annálað fyrir miklar gáfur, síst skáldskapargáfu. Þóra Sigurðardóttir var um langt skeið í mörgum löndum Norðurálfunnar, Englandi (London), Frakk- landi, Ítalíu og suður í Egyptaland hafði hún komið og skoðað þar píramítana o.fl. Hún gætti barna ríkisfólks, en vann stundum að saumum fyrir sjálfa sig í þessum löndum. Hún innvann sér töluvert fé, en mest af því mun hafa runnið til skyldmenna hennar hér á seinni árum, hjálpaði hún mörgum af börnum systra sinna til að menntast og mannast bæði í útlöndum og hér heima. Var það vel og heiðarlega gjört af henni, úr því hún aldrei giftist sjálf eða átti neina afkomendur. Það er fremur stutt og endasleppt sem eg hef skrifað um veru mína og búskap hér í Stakkahlíð, meðfram vegna þess að eg var oft og tíðum óá- nægður með marga af þeim nágrönnum sem eg átti hér. Þó má geta þess að eg byggði hér kirkju á Klyppsstað nokkru eftir að eg kom hingað. Var það séra Björn Þorláksson sem um það átti, og þar sem kirkjan var mjög fátæk, var allt notað, sem hægt var að nota af gömlu viðunum í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.