Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 181
MULAÞING
179
verið „milli kvenna“, en var er bamið fæddist, nýlega giftur seinni konu
sinni, Ragnhildi Jónsdóttur úr Kolfreyjustaðarsókn. Barnið fæddist hinn
7. ágúst um sumarið, og hlaut nafn föður síns, Gunnlaugur Gunnlaugs-
son. Ég hygg hann færi síðar vestur um haf ásamt föður sínum og fjöl-
skyldu hans, þótt ekki sjáist það í Vesturfaraskrá.
Steinunn var næstu ár vinnukona á Jökuldal og hafði son sinn Gunn-
laug með sér. Hún var á Víðihólum 1863, og hinn 12. apríl gekk hún að
eiga Jón Guðlaugsson, áður frumbyggja í Ármótaseli, og varð hún síðari
kona hans, en fyrri kona hans var Sigríður Jónsdóttir norðlensk, látin
fyrir 1860. Jón var allmikið eldri en Steinunn, fæddur í Lundarbrekku-
sókn hinn 5. júlí 1816. Þau fóru að Miðhúsaseli í Fellum 1864, og þar
fæddist barn þeirra Sigríður hinn 16. nóv. 1865. Um 1868 komu þau að
Sleðbrjót, en þá bjuggu þar systir Steinunnar og mágur, þau Halldóra og
Ólafur Ögmundsson, en Jón réðst þá vinnumaður að Eyjaseli. Sýnilegt
er að hvergi hafa þau Steinunn getað fengið staðfestu. Á Sleðbrjót fædd-
ist barn þeirra Sveinn 1869.
Þegar Halldóra og Ólafur fóru frá Sleðbrjót vorið 1870 fóru þau Jón
og Steinunn aftur til Jökuldals með böm sín Sigríði og Svein og fengu til
ábúðar býlið Hlíðarenda í Heiðinni. Þar misstu þau bæði börnin um vor-
ið 1872 og eftir það undu hjónin þar ekki eftir barnamissinn og fóru að
Víðihólum til Bjama Rustikussonar og hans konu Arnbjargar Einars-
dóttur, og þar voru þau næsta ár. Haustið 1873, hinn 23. september
fæddist þeim enn á ný dóttir sem hlaut nafnið Sigríður.
En Jón og Steinunn hafa, eins og flestir aðrir, helst viljað búa sjálf, og
árið eftir eru þau komin að Fögrukinn þar sem þau bjuggu síðustu ár sín
saman. Miklir erfiðleikar hafa þó verið hjá þeim hjónum, og er ekki að
undra þó vanhöld hafi verið orðin í bústofni þeirra eftir þessa langvinnu
hrakninga í jarðnæðisleysi, og hann líklega að mestu til þurrðar genginn,
en það var algeng saga á fyrri tíð hjá fátæku fólki sem hraktist bæ frá
bæ. Hygg ég líka að Jón bóndi hafi lengi lifað við skerta starfsorku, og
hafði það ágerst með tímanum. Sonur Steinunnar, Gunnlaugur Gunn-
laugsson, hafði lengið verið þeim hjónum stoð og stytta, og var hann hjá
þeim í Fögrukinn um þessar mundir.
Vorið 1879, eftir fimm ára búsetu í Fögrukinn, lést Jón hinn 13. maí
um vorið, og hefur líklega verið í Vopnafirði þá, því þar er hann inn-
færður í kirkjubók, og er trúlega jarðaður að Hofi.
Dæturnar Sigríður og Stefanía ólust upp á Jökuldal, og voru þær á
Skjöldólfsstöðum 1890 með móður sinni. Sigríður var lengi vinnukona á
Jökuldal, og veit ég ekki til að hún ætti bam sem lifði.