Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 70

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Side 70
68 MÚLAÞING þurft að gista á nokkrum bæjum, er hann var á leið í heimabyggðina. Bauð hann allsstaðar borgun og rétti fram 100 dollara seðil, en á þeim árum var næturgreiðinn seldur á 50 aura, og höfðu bændur aldrei séð slíkan seðil. Þurfti því Jósef lítið að borga, enda var það næg borgun að fá að sjá svo fínan og gjörvulegan mann og heyra hann segja frá. Sumir töldu að þeir hefðu séð hjá honum gífurlegar fjárhæðir í seðlum, enda ekki sparað að gera sem allra mest úr auði hans. Strax fyrsta veturinn komst sú saga á kreik, og hún fullyrt af mörgum, að Jósef hefði brotist inn í banka í Ameríku, drepið gjaldkerann og síðan rænt bankann. Meira að segja átti hann að hafa gengið afturábak inn, því myndavél tók mynd af öllum sem inn komu, og átti hann að hafa gert þetta til þess hann þekktist síður. Eftir bankaránið átti hann að hafa flúið til fslands. Þessa sögu heyrði Jósef oft, hló bara að henni og reyndi aldrei að bera hana af sér. Einu sinni spurði ég hann um sannleiksgildi þessarar sögu, en hann hristi bara höfuðið og hló að mér. Um þessar mundir, segir sagan, að Jósef hafi langað að kvænast. Mundi hann eiga auðvelt með að ná í álitlega konu og leggur því leið sína í Suður-Þingeyjarsýslu að bæ, sem heitir Víðiker í Bárðardal. Bónd- inn þar hét Jón Þorkelsson, og átti hann tvær föngulegar dætur. Hét önn- ur Jóhanna, en hin Jónína. Jósef dvelur um tíma á heimilinu, og verður endirinn sá að hann trúlofast Jónínu, en rógur sá, er gekk um Jósef, olli því að upp úr trúlofuninni slitnaði. Eftir þessa útreið flytur Jósef austur á land að Höfða á Völlum. Var hann þar í húsmennsku og átti nokkrar kindur sér til gagns og ánægju. Ekki dó sagan um bankaránið út, þó Jósef flyttist austur, heldur magnaðist hún og varð alltaf stórkostlegri, svo drengir er áttu heima í nágrenni við Höfða urðu ofsahræddir við hann. Eitt sinn var Jósef að reka fé, hitti þá tvo drengi og bað þá að hjálpa sér með það yfir á, en það þorðu þeir ekki, báru öllu við, því þeir héldu að hann mundi drekkja þeim í ánni. Þessa sögu sagði mér Þor- steinn M. Jónsson fyrrum alþingismaður, og var hann annar drengurinn sem Jósef hitti. Á Héraði dvaldi Jósef í nokkur ár, en fluttist síðan til Vopnafjarðar, líklegast árið 1899 eða 1900, kaupir þar jörðina Fell og fer að búa þar. Jósef ræður til sín vinnumann sem Jón hét, og kallaður „kussubani“. Hafði drepið kú, sem átti að lifa, en skildi eftir þá sem átti að drepa. Jón þessi var með konu og fósturdóttur, var talinn lélegur til verka og var ekki á Felli nema eitt ár. Laust eftir aldamótin komst upp um sauðaþjófnað í Selárdal í Vopna- firði. Þjófarnir voru dæmdir í Hegningarhúsið í Reykjavík, en fjölskyld-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.