Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 91
MÚLAÞING
89
Reyðarfjarðar yfir Þórdalsheiði. Var þá oftast gist á Mýrum í báðum
leiðum. Þurfti þá alltaf að hafa nægan mat handa gestunum og hey
handa hestum, þegar ekki voru hagar fyrir þá. Aldrei tóku foreldrar mín-
ir eyri fyrir gistingar þessar, og má það undrun sæta að heimilið skyldi
geta staðist þann gífurlega átroðning sem skapaðist af því. Foreldrar
mínir þurftu því að birgja sig vel upp af mat fyrir veturinn.
Það var haft á orði hvað foreldrar mínir voru hrifnir af lýsi. Var það
drukkið af öllum á heimilinu á hverjum degi. Með þessu móti töldu þau
að hægt væri að verjast ýmsum pestum, ekki síst berklunum, sem
geisuðu víða í sveitinni. Hvað sem rétt var í þessu þá var staðreyndin sú
að fólkið á Mýrum var einstaklega hraust og berklar komu þangað
aldrei.
Auk lýsis, sem mikið var keypt af, voru fluttir frá Reyðarfirði margir
hestburðir af mjölvöru, selkjöti og selspiki, saltfiski, harðfiski og há-
karli. Þar að auki var flutt heim að Mýrum mestallur innmatur, hausar
og lappir af því sláturfé, sem selt var í kaupfélaginu á Reyðarfirði. Ur
þessu var búið til slátur og súrsað í stórum ámum. Hausar og lappir voru
sviðin, síðan soðin og sett í sláturámurnar og súrsað þar með slátrinu.
A þessum tíma var mikið um rjúpu í hálsinum fyrir ofan bæinn og var
hún nokkuð árviss. Faðir minn skaut talsvert af rjúpu og þegar bræður
mínir uxu úr grasi urðu þeir góðar rjúpnaskyttur. Komu þeir oft heim
með 100 stykki hver eða meira. Nokkuð af rjúpunum fór til heimilisins.
Voru þær þá reyttar og fiðrið notar í sængur, en mestur hlutinn var flutt-
ur til Reyðarfjarðar og voru rjúpurnar seldar þaðan til Bretlands.
Þá má ekki gleyma því að foreldrar mínir færðu frá í nokkuð stórum
stíl lengi vel, eða fram til ársins 1922. Mun Methúsalem bróðir minn
vera sá síðasti af bræðrunum sem sat yfir. Attu foreldrar mínir því jafnan
nóg af smjöri, skyri og ostum. Um tíma var talsvert af sauðum á Mýrum.
Gengu þeir mikið til úti í hálsinum og urðu bæði stórir og feitir á
haustin. Þessa sauði seldi faðir minn á Reyðarfirði og fékk allt að 20
krónur fyrir sauðinn, sem þótti gott verð, enda þurfti ekki að gefa þeim
mikið fóður.
Góðan vin átti faðir minn, sem var séra Magnús Blöndal Jónsson,
prestur í Þingmúla og síðar í Vallanesi.
Magnús var fæddur 5. nóvember 1861 á Efri-Ey í Meðallandi, en flutt-
ist sem prestur að Þingmúla 1891.
Faðir minn og Magnús voru báðir stórhuga, djarfir og framgjarnir.
Þeir ræddu mikið um búskap og hagkvæmni þess að byggja hús sem
hýst gæti allan búpeninginn, öll hey og mannfólkið líka. Þetta skyldi allt