Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1995, Page 120
118 MÚLAÞING 25. júlí var búið að steypa vitann nema handrið á efsta gólf. Þá hafði sú áætlun staðist, sem gerð var, að steypuvinnu yrði lokið í júlílok, en eftir var að smíða alla stiga í bygginuna og ganga frá ljóskeri. Hinn 26. júlí hættu Borgfirðingarnir vinnu og fóru heim nema tveir - og 6. ágúst búið að steypa handriðið, rífa öll steypumót utan og innan, sementbera vitann og steypa stétt. Tíðarfar var mildara og betra í ágúst en verið hafði í júní. Annan dag ágústmánaðar kom besta veður sumarsins. Sunnudagar og kvöldin eftir vinnu voru sá tími sem notaður var til að hreyfa sig og njóta hvíldar eftir starfið, sem var stundum dálítið erfitt. Þar sem ungir menn voru í hópnum reyndu þeir krafta sína með átökum sín á milli, tekið var í spil og tafl. Ferðast var nokkuð um nágrenni Glettinganess, og reynt að kynna sér umhverfið eftir bestu getu. Farið var til Kjólsvfkur og einnig til Brúnavrkur bæði landveg og á sjó. Einn sunnudag var okkur sunnanmönnunum boðið í heimsókn til Brúnavíkur, vorum fluttir milli staða í trillubát. Okkur var tekið af mik- illi gestrisni og alúð. Eg held að allir úr okkar hópi hafi farið einhvern tíma til Borgarfjarðar utan einn maður. Einn sunnudag stuttu eftir að komið var að Glettinganesi fór eg og fé- lagi minn, Júlíus Guðlaugsson til Borgarfjarðar. Við fórum yfir Gletting og annað fjall [milli Hvalvíkur og Brúnavíkur] og vorum tvo tíma að ganga til Brúnavíkur. Þegar þangað kom bauð bóndinn þar, Sigurður Filippusson, okkur hesta til Borgarfjarðar og var það þegið með þökkum. Sonur bóndans fór með okkur. Leiðin var nokk- uð brött á köflum [fjallvegur], þó ekki eins brött og Glettingur. Við vorum tvo og hálfan tíma að komast til Borgarfjarðar. Þegar þang- að kom tóku á móti okkur vinnufélagar, en þeir fóru oftast heim á laug- ardagskvöldum. Okkur var sýnd mikil gestrisni og farið með okkur um þorpið og nágrennið og Alfaborgin heimsótt. Það væri hægt að nefna nokkra fleiri staði, en það yrði of langt mál. Eg get þó ekki stillt mig um að minnast á fjallahringinn, þar á meðal hin tignarlegu Dyrfjöll. Þegar við höfðum ferðast um og notið mikilla góðgerða var klukkan að verða níu. Þá vildi eg fara að halda af stað heim á leið, en þá kom sú frétt að það ætti að verða ball um kvöldið. Félaga minn langaði til þess að sjá hvemig það færi fram og fylgdarmanninn einnig. Eg lét tilleið- ast. Kl. tíu byrjaði ballið, en ekki var fjölmennt, átta dömur og nokkuð fleiri herrar. Félagi minn skemmti sér vel og einnig fylgdarmaðurinn, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.