Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 5 Vanalega eru gefin út fimm tölublöð á ári en ákveðið var að gefa út aukatölublað til þess að anna eftirspurn hjúkrunarfræðinga eftir að fá að birta fræðigreinar. Fræðiritnefnd hefur lagt talsvert á sig til þess að búa svo margar greinar undir birtingu og ritrýnum er þakkað óeigingjörn störf. Vísindasjóður FÍH styrkti útgáfuna þar sem styrkþegar þess hafa verið hvattir til þess að birta greinar um sín rannsóknarverkefni. Rannsókn er ekki lokið fyrr en niðurstöður hafa verið birtar. Fræðigreinarnar í þessu tölublaði sýna breiddina í rannsóknum hjúkrunarfræðinga. Hér má lesa um öldrunarhjúkrun, bráðahjúkrun og skurðhjúkrun. Rannsóknaraðferðirnar eru ólíkar og að auki er ein yfirlitsgrein um lífsgæðahugtakið. Nú er krafa um að heilbrigðisþjónusta byggist á vísindum og ígrundaðri reynslu. Því eru menn að búa til klínískar leiðbeiningar sem eiga að samræma og bæta vinnulag. Í blaðinu er grein sem fjallar um vinnu við að búa til slíkar leiðbeiningar til að koma í veg fyrir byltur. Háskólanám í hjúkrun er ein forsenda þess að íslenskir hjúkrunarfræðingar geta búið til þekkingu með því að stunda rannsóknir. Það var framsýnt fólk sem stofnaði námsbraut í hjúkrunarfræði á sínum tíma. Samt gat enginn séð fyrir byltingunni sem þetta nám átti eftir að valda. Marga Thome prófessor hefur unnið við hjúkrunarfræðideild nánast frá byrjun og segir sína sögu hér í blaðinu. Nýlega sameinuðust allar heilbrigðisdeildir HÍ í eitt svið og var deildarforseti þess, Sigurður Guðmundsson, fenginn til þess að segja frá sýn sinni á hlutverk sviðsins. Vísindasjóður FÍH hefur veitt rannsakendum og reyndar öllum félagsmönnum dyggan stuðning og er hlutverk hans útlistað í grein í blaðinu. Eins og kemur fram í formannspistli stendur ekki til að láta þennan sjóð af hendi í kjarasamningum. Eitthvað fleira er að finna í blaðinu en næsta tölublað kemur strax í lok október. Í því verður meðal annars fjallað ítarlega um fjölskylduhjúkrun. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar í netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Ragnheiður Alfreðsdóttir, formaður Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Hildur Magnúsdóttir Sigríður Skúladóttir Fréttaefni: Christer Magnusson, Aðalbjörg Finnbogadóttir Ljósmyndir: Christer Magnusson, Helga Garðarsdóttir, Inger Helen Bóasson, Kristinn Ingvarsson o.fl. Próförk: Ágústa Þorbergsdóttir Auglýsingar: Markfell, sími 511 4433 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4100 eintök Pökkun: Iðjuþjálfun Landspítala ÓÐUR TIL VÍSINDANNA Þetta tölublað er með óvenjulegu sniði. Í því eru fimm ritrýndar fræðigreinar og flestar aðrar greinar tengjast rann- sóknum og vísindum á einhvern hátt. Það má segja að tölublaðið sé tileinkað rannsóknarvirkni og vísindahug hjúkrunar fræðinga. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.