Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Side 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Side 15
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 11 • Efniskostnað: Kostnað við kaup á efni, prentun spurningalista, sendingarkostnað. Efni getur verið ýmiss konar, til dæmis sáraumbúðir. • Tækjakaup: Tæki sem þarf að kaupa vegna rannsóknarinnar svo sem öndunarmælir og blóðþrýstimælir. Sjóðurinn styrkir ekki tæki sem teljast til eðlilegs skrifstofubúnaðar, svo sem tölvur og prentara. • Aðkeypta þjónustu: Greiðsla til dæmis til ritara, fyrir tölfræðiþjónustu eða kennslu. • Annan kostnað: Annar kostnaður sem til fellur, svo sem ferðir, veitingar og þess háttar. B-hluti Vísindasjóðs styrkir ekki • Klínísk þróunar- og gæðaverkefni. • Kostnað vegna kynningar á niðurstöðum: Ráðstefnugjöld, fargjöld á ráðstefnur, gerð veggspjalda. • Laun meistara- eða doktorsnemanda í umsókn leiðbeinanda ef viðkomandi nemandi sækir einnig um laun í sinni umsókn fyrir sömu rannsókn/verkefni. Helstu ástæður synjunar • Nauðsynleg leyfi fyrir rannsókn liggja ekki fyrir. • Ófullnægjandi umsókn. • Bókarskrif sem ekki eru fræðiskrif. • Rannsóknin telst vera þróunar- eða gæða verkefni en ekki vísindarannsókn. • Gildi rannsóknar fyrir hjúkrun er lítið. • Vísindalegt nýnæmi er lítið. Skipuð hefur verið ný stjórn Vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í stjórninni sitja dr. Auðna Ágústsdóttir formaður, Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, sviðstjóri fagsviðs FÍH, Ragnheiður Gunnarsdóttir, gjaldkeri stjórnar FÍH, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun á LSH. Aðalbjörg J. Finnbogadóttir er sviðstjóri fagsviðs FÍH og Auðna Ágústsdóttir er formaður stjórnar vísindasjóðs. Tafla 1. Yfirlit yfir fjölda úthlutaðra styrkja og heildarupphæð hvert ár. Ár Fjöldi styrkja Upphæð 1997 14 2.970.000 1998 12 2.865.000 1999 7 1.570.000 2000 15 2.950.000 2001 16 4.550.000 2002 17 4.667.000 2003 21 6.112.804 2004 23 7.460.000 2005 22 8.500.000 2006 29 10.085.000 2007 22 9.983.000 2008 23 9.966.000 2009 24 9.495.000 Fr ét ta pu nk tu r Forsala bókarinnar Saga hjúkrunar á Íslandi á 20 öld 18. nóvember 2009 verða 90 ár liðin frá því að hjúkrunarkonur stofnuðu fyrsta félag sitt hér á landi, Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. Þeim tímamótum verður fagnað með ýmsum hætti í ár og efnt til sérstakrar afmælishátíðar í tengslum við ráðstefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldin verður í nóvember næstkomandi. Einn stærsti liður afmælisársins verður útkoma bókar um sögu hjúkrunar hér á landi á síðustu öld. Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur hefur unnið að sögurituninni undanfarin ár og mun ljúka því verki í haust. Bókin, sem verður um mjög umfangsmikil, verður einstök heimild um þróun hjúkrunar hér á landi. Hún mun fjalla um sögu, menntunarmál og félagsstörf hjúkrunarfræðinga auk þess að bregða upp áhugaverðum og persónulegum myndum af lífi hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema fyrr á tímum. Hjúkrunarfræðingum og öðrum lesendum gefst tækifæri til að festa sér bókina í forsölu og fá um leið nafn sitt ritað í heillaóskaskrá bókarinnar, Tabula gratulatoria. Þeir sem kaupa bókina í forsölu fyrir 1. október næstkomandi fá 25% afslátt af bókarverðinu og greiða því aðeins 4.500 kr. fyrir þessa einstöku bók. Verð miðast við að bókin sé sótt á skrifstofu FÍH. Hægt er að skrá sig á vef félagsins, www.hjukrun.is eða hafa samband við skrifstofu félagsins.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.