Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 13 samvinnuhugsjón á framfæri á fyrstu stigum náms í heilbrigðisgreinum. Ef við byrjum ekki fyrr en eftir útskrift er það ef til vill orðið of seint. Deildamúra þarf að lækka strax í upphafi. Þessi samvinna er líka grundvallaratriði að tilurð öflugra rannsókna, við þurfum að efla rannsóknahópa, fæstir stunda öflugar rannsóknir til lengdar í einrúmi. Sterkir hópar eru enn fremur líklegri en aðrir að sækja í og fá stóra alþjóðlega rannsóknastyrki. Þessir rannsóknahópar þurfa helst að vera þverfaglegir, brúa bil milli fagsviða. Eitt af því sem blasir við til að hvetja til slíkrar samvinnu er að koma á kennarastöðum í fleiri en einni deild eða sviði samtímis. Hvað er að því að kennari í hjúkrunarfræði sé jafnframt kennari í sálfræði eða félagsvísindum? Jafnframt þarf að fjölga kennurum sem jafnframt gegna klínískum störfum eins og nú þekkist best í læknadeild. Heilbrigðisþjónusta byggist í reynd á tvennu, vísindum og þekkingu annars vegar og samskiptum við fólk (‘humanioru’) hins vegar. Þetta tvennt þarf að fara saman í námi, rannsóknum og þjónustu og menn tileinka sér þetta ekki til hlítar nema í praktísku umhverfi. Íslendingar eru öflug þjóð þrátt fyrir tímabundna kreppusorg og sút og geta miklu miðlað til annarra. Víða er unnt að gera betur, ekki síst á sviði samvinnu við landsvæði þar sem vandamál eru af alvarlegri toga en hér (global health). Nýtt heilbrigðisvísindasvið getur lagt af mörkum til þróunarsamvinnu á sviði heilbrigðismála. Þar bíða mörg verkefni. Mörg tækifæri liggja í auknu samstarfi við þær öflugu rannsóknastofnanir sem hér á landi starfa. Þar hefur verið farið vel af stað en unnt að efla frekar með sameiginlegum rannsóknaverkefnum, tengdum störfum, skiptum á starfsmönnum og svo framvegis. Hið sama gildir um samstarf við önnur svið innan háskólans, ekki síst félagsvísindi og líffræði. Á sama hátt hafa löng og vaxandi samskipti við háskóla- og rannsóknastofnanir í öðrum löndum verið lyftistöng. Þau ber að efla með samstarfi um rannsóknir, framhaldsnám, skipti á kennurum og nemendum og svo framvegis. Meginsamskipti háskólans verða þó ævinlega við heilbrigðisstofnanir hérlendis og ekki síst eru miklar vonir bundnar við áframhaldandi þróun Landspítalans sem háskólaspítala en það þýðir meðal annars nánari tengsl spítalans og skólans. Þau hafa ætíð verið mikil en tilvist hins nýja heilbrigðisvísindasviðs stendur að nokkru og fellur með samvinnu við spítalann. Samvinna við Landspítalann býður meðal annars upp á þróun rannsóknaþjónustu sem rekin yrði sameiginlega af báðum stofnunum. Hún annaðist sameiginlega starfsemi og þjónustu við rannsóknastofnanir, einstaka vísindamenn, rannsóknanema og öndvegissetur. Í þessu skjóli getur líka þróast öflugri umsýsla með og samvinna um rannsóknatengt framhaldsnám, ekki síst doktorsnám. Tengsl við Landspítalann eru hins vegar ekki nóg. Sinna þarf enn betur samvinnu við heilsugæslu í landinu, til kennslu og rannsókna. Ekki má gleyma því að þar fara um 80–85% af samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fram. Jafnframt eru mörg tækifæri til frekari samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri og enn fremur Kragastofnanirnar en þar fer fram alhliða blönduð þjónusta á sviði heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu skammt frá höfuðborginni. Því er þar ákjósanlegur vettvangur til klínískrar þjálfunar heilbrigðisstétta. Ný stjórnskipun Háskóla Íslands, meðal annars með sameinuðu heilbrigðisvísindasviði, veitir ómæld tækifæri til þróunar menntunar og rannsókna á sviðinu. Verði hinni tvíþættu nálgun að góðri heilbrigðisþjónustu haldið til haga, öflugri gagnreyndri þekkingu annars vegar og samhygð og mannskilningi hins vegar, mun heilbrigðisgreinum halda áfram að farnast vel. Fr ét ta pu nk tu r Föstudaginn 21. ágúst sl. varði Helga Gott freðsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljós- móðir doktorsritgerð sína „Ákvörðunartaka verðandi foreldra um fósturskimun“ við hjúkr unar fræðideild Háskóla Íslands. Þetta var fyrsta doktors vörnin við hjúkrunarfræðideild en fimm hjúkrunar- fræðingar hafa stundað doktorsnám við deildina undanfarið. Athöfnin fór fram í hátíðasal Háskóla Íslands. Andmælendur voru dr. Alexander Smárason, yfirlæknir kvennadeildar sjúkra hússins á Akur- eyri og dósent við Heilbrigðis vísindastofnun Háskólans á Akureyri, og dr. Chris McCourt, prófessor við Thames Valley University, London. Leiðbeinendur í verkefninu voru dr. Kristín Björnsdóttir, prófessor við hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands og dr. Jane Sandall prófessor við Kings College, London. Doktorsritgerð Helgu byggist á eigindlegri rannsókn um ákvörðun verðandi foreldra um skimun fyrir frávikum í fósturþroska. Á síðustu árum hefur samþætt líkindamat verið innleitt í meðgönguvernd sem skimunaraðferð með það að markmiði að finna frávik í fósturþroska svo sem Downs-heilkenni og gefa verðandi foreldrum þannig aukið val um áframhald meðgöngunnar. Helga Gottfreðsdóttir er fædd 1960 og lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1984. Hún varð svo ljósmóðir 1991 og lauk meistaraprófi í ljósmóðurfræði frá Thames Valley University, London, 1999. Frá árinu 1999 hefur hún verið lektor í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og síðustu ár forstöðumaður fræðasviðs um meðgönguvernd. Hún hefur jafnframt verið í starfi við Miðstöð mæðraverndar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta doktorsvörnin í hjúkrunarfræðideild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.