Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Page 20
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200916
Inngangur
Byltur eru mikið vandamál á sjúkra-
stofnunum hér sem annars staðar í
heiminum. Árlega eru skráðar um 500-
600 byltur á Landspítala einum en ætla
má að þær séu mun fleiri. Tíðni byltna er
talin vera einn af þeim gæðavísum sem
segja til um gæði þjónustu sjúkrastofnana.
Byltur hafa oft alvarlegar afleiðingar en
áverkar eru skráðir hjá 21–27% sjúklinga
sem detta á Landspítala. Áverkar geta
verið allt frá smáskrámum til áverka sem
leiða til dauða. Byltur geta haft langvarandi
áhrif á almenna líðan eldra fólks þar sem
þær geta leitt til kvíða og ofsahræðslu við
Vinnuhópurinn, sem vann leiðbeiningar til að fyrirbyggja byltur, gaf einnig út bækling fyrir sjúklinga og aðstandendur um byltuvarnir.
GERÐ OG INNLEIÐING KLÍNÍSKRA LEIÐBEININGA
TIL AÐ FYRIRBYGGJA BYLTUR
Klínískar leiðbeiningar eru orðnar mikilvæg leið til þess að tengja saman
rannsóknir og klíník og auka gæði þjónustunnar. Hér er sagt frá vinnunni við að
búa til leiðbeiningar um byltur á Landspítala.
Eygló Ingadóttir, Hlíf Guðmundsdóttir og Auðna Ágústdóttir, eygloing@landspítali.is
að detta og fleiri einkenna sem oft hafa
verið nefnd á ensku „postfall syndrome“
eða fallótta. Það getur leitt til minni virkni
einstaklingsins og félagslegrar einangrunar
hans (Ignatavicius, 2000). Það er því til
mikils að vinna að fyrirbyggja byltur.
Gerð klínískra leiðbeininga til að
fyrirbyggja byltur
Árið 2005 var stofnaður þverfaglegur
vinnuhópur á Landspítala til að vinna
klínískar leiðbeiningar til að fyrirbyggja
byltur. Klínískar leiðbeiningar eru tilmæli
um verklag sem byggt er á traustum
vísindalegum grunni til stuðnings
starfs fólki í heilbrigðisþjónustu við
ákvarðana töku í daglegum störfum
(Landlæknisembættið, 2007). Nauð-
synlegt þótti að gera leiðbeiningar
um hvernig koma má í veg fyrir byltur
en í óbirtri skýrslu á Landspítalanum
kom fram að 8% sjúklinga, sem duttu
samkvæmt atvikaskráningarkerfinu árið
2001, hlutu beinbrot (Eygló Ingadóttir,
2004). Vandamálið er því alvarlegt
og hefur mikil áhrif á batahorfur og
líðan sjúklinganna. Einnig var ljóst að
margir faghópar þurfa að samhæfa
aðgerðir sínar til að aðgerðirnar beri