Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Side 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Side 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200918 Tafla 1. Verklýsing byltuvarnarhjúkrunarfræðings A. Fylgja eftir skráðum byltuatvikum á deildum, gefa skriflegar ráðleggingar sem miða að því að koma í veg fyrir frekari byltur B. Þróa skráningu á byltumati og byltuvörnum í Sögu sjúkraskrá C. Skoða sérstaklega alvarleg byltutilfelli með viðeigandi fagaðilum til að komast að því hvað fór úrskeiðis og hvernig koma megi í veg fyrir slík tilfelli í framtíðinni Tafla 2. Markmið verkefnis og árangur. Markmið Árangur í lok verkefnis A. Fækka alvarlegum byltumeiðslum A. Erfitt að meta út frá atvikaskráningu B. Morse-byltumat sé gert við innlögn á deild hjá sjúklingum eldri en 67 ára B. Gert hjá 84% sjúklinga á öldrunarsviði, 8% á skurðlækningasviði og 14% á lyflækningasviði l C. Sett sé fram meðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum hjá sjúklingum í byltuhættu C. Meðferð hjúkrunar skráð hjá 65% sjúklinga á öldrunarsviði, 8,5% á skurðlækningasviði og 7% á lyflækningasviði l. Meðferð annarra fagaðila mun minna skráð D. Allar byltur séu skráðar í atvikaskráningu og sjúkraskrár D. Skráning á byltum jókst um 43% á öldrunarsviði og 31% á lyflækningasviði l. Skráning stóð í stað á skurðlækningasviði E. Yfirmenn ljúki úrvinnslu byltuatvika í atvikaskrá innan viku E. Talsverður árangur á öldrunarsviði, óljóst á hinum sviðunum F. Alvarleg byltutilvik séu rædd á teymisfundum á deildum F. Ekki unnt að meta Talsverð samvinna var við fagfólk á spítalanum meðan kínísku leiðbeiningarnar voru í mótun. Þegar þær voru tilbúnar voru lykilaðilar skilgreindir og leiðbeiningarnar sendar í rýni til þeirra. Þetta voru til dæmis deildarstjórar, gæðastjórar, klínískir sérfræðingar í hjúkrun, sérfræðingar í lækningum, for- stöðumenn fræðisviða, sviðsstjórar og landlæknisembættið. Leiðbeiningarnar voru birtar á innra neti spítalans þar sem auglýst var eftir athugasemdum. Einnig voru leiðbeiningarnar forprófaðar á nokkrum deildum þar sem starfsfólk mat hversu vel leiðbeiningarnar nýttust í starfi. Unnið var úr öllum athugasemdum eftir þetta tímabil. Ekki var leitað til aðstandenda eða sjúklinga þó ljóst sé að þeir hefðu getað miðlað af sinni þekkingu. Klínísku leiðbeiningarnar voru gefnar út í handhægu formi og birtar á netinu. Vinnuhópurinn gerði einnig bækling fyrir sjúklinga og aðstandendur um byltuvarnir, gátlista til samræmingar á byltuvörnum fyrir sjúkradeildir og vasaspjald með Morse-byltumatinu. Innleiðing Formleg innleiðing klínískra leiðbeininga um byltuvarnir hófst í ársbyrjun 2007. Verkefnið fékk tvisvar gæðastyrk frá Landspítalanum. Fyrir bragðið reyndist unnt að gefa leiðbeiningarnar út ásamt því að ráða hjúkrunarfræðing í hlutastarf. Innleiðingarferlinu var skipt í fyrra og seinna tímabil sem hvort um sig stóð í hálft ár. Á fyrra tímabilinu voru leiðbeiningarnar aðallega kynntar með fyrirlestrum. Um 32 deildir spítalans fengu kynningu og á hana hlustuðu 330 hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar (Rannveig J. Jónasdóttir, Eygló Ingadóttir og Hlíf Guðmundsdóttir, 2008). Á seinna tímabilinu var megináhersla lögð á eftirfylgd byltuatvika á sjúkradeildum. Hjúkrunarfræðingur heimsótti sjúklinga sem höfðu orðið fyrir byltum, ræddi við þá um atvikið, framkvæmdi Morse- byltumat og skoðaði sjúklingana með tilliti til jafnvægis og hreyfifærni. Einnig ræddi hann við fagfólk á viðkomandi deildum og skildi eftir skriflegar ráðleggingar um byltuvarnir fyrir viðkomandi sjúkling. lítið notaður en greinilegt var samt að starfsfólk reyndi að nýta sér ráðlögð úrræði til byltuvarna en oft ekki fyrr en sjúklingurinn hafði dottið (Rannveig J. Jónasdóttir, Eygló Ingadóttir og Hlíf Guðmundsdóttir, 2008). Verkefnið markaði þáttaskil í þekkingu á byltum og forvörnum gegn þeim á LSH. Ljóst var þó að meira þurfti til að koma markvissum aðferðum í dagleg störf. Byltuvarnarhjúkrunarfræðingar Árið 2008 hófst 10 mánaða verkefni þar sem tilgangurinn var að koma á fót starfi sérhæfðra hjúkrunarfræðinga í byltuvörnum og reyna að auka notkun klínísku leiðbeininganna. Til þátttöku voru valdar sex deildir af þremur sviðum, öldrunar-, lyflækninga- og skurðlækningasviði. Einn hjúkrunarfræðingur á hverju sviði var fenginn til að sinna hlutverki Markmiðið var að hindra frekari byltur hjá sjúklingunum, koma klínísku leiðbeiningunum í almenna notkun og auka vitund fagfólks í byltuvörnum (Rannveig J. Jónasdóttir, Eygló Ingadóttir og Hlíf Guðmundsdóttir, 2008). Leitast var við að meta árangur innleiðingarinnar. Samanburður milli ára sýndi að skráðum byltum í atvika- skráningarkerfið fjölgaði úr 492 árið 2006 í 557 árið 2007. Vel er þekkt í erlendum rannsóknum að þegar byltuverndarátak stendur yfir er fagfólk meðvitaðra um skráningu og þá fjölgar skráðum byltum (Ledford, 1997). Á tveimur deildum, sem höfðu mjög virkt fagfólk í byltuvörnum, mátti þó sjá umtalsverða fækkun byltna eftir að klínísku leiðbeiningarnar voru teknar upp. Almennt var þó ljóst að fagfólk notaði Morse-byltumatið ekki markvisst eins og mælt er með er í klínísku leiðbeiningunum. Gátlistinn var

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.