Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Side 45
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 2009 41
Ritrýnd fræðigrein
Tafla 1. Ástæður sem útilokuðu þátttöku sjúklinga (N=61).
Skilyrði fjöldi
Yngri en 12 ára 14
Samþykkti ekki þátttöku 6
Áverki eldri en tveggja sólarhringa gamall 16
Aðrir stærri áverkar 4
Geðræn vandamál 1
Undir áhrifum áfengis eða lyfja 4
Þungun 1
Hafði leitað vegna sama vandamáls áður 9
Aðrar ástæður 6
Í einu tilviki gafst sjúklingur upp á að bíða eftir myndgreiningu
eftir að hafa samþykkt þátttöku, í einu tilviki var unglæknir
ekki þátttakandi í rannsókninni, í þrem tilvikum reyndist ekki
unnt að taka einstaklinga inn í rannsókn vegna anna á deild
og í einu tilviki reyndist ekki hægt að skoða sjúkling innan
tímamarka rannsóknar vegna gruns um methicillin ónæmrar
staphylococcus aureus smits (MÓSA). Í endanlegu úrtaki
sjúklinga voru 48 einstaklingar, 26 karlar og 22 konur.
Af þeim 48 sjúklingum, sem skoðaðir voru, reyndust 15 (31%)
vera brotnir, 12 (25%) á ökkla, fjórir karlar og átta konur, og
þrír (6%) á fæti, allt karlar. Sextán þátttakendur komu innan við
einni klukkustund frá áverka, þar af reyndust átta brotnir. Sjö
með ökklabrot og einn brot á fæti. Fjórtán einstaklingar hlutu
áverkann við boltaíþróttir, níu við fall í eða úr stiga og níu við
fall í hálku. Aðrir ástæður voru að fólk missteig sig eða var við
íþróttaiðkun aðra en boltaíþróttir.
Við mat sitt á ökkla töldu hjúkrunarfræðingarnir ástæðu til
að senda 30 sjúklinga í myndgreiningu og voru þeir 12, sem
voru brotnir, í þeim hópi. Við matið á fótaáverkum töldu
þeir að 14 sjúklingar þyrftu á myndgreiningu að halda og
voru þeir þrír, sem voru brotnir, í þeim hópi. Næmi í mati
hjúkrunarfræðinganna samkvæmt Ottawa-gátlistanum var 1.0
bæði fyrir ökkla og fót. Sértæki hjúkrunarfræðinga gagnvart
broti á ökkla var 0,40 (95% öryggisbili 0,26–0,54) en 0,21
(95% öryggisbili 0,09–0,33) gagnvart broti á fæti.
Unglæknar töldu ástæðu til að senda 28 einstaklinga í myndatöku
af ökkla. Tveir af þeim tólf, sem voru brotnir, voru ekki í þeim
hópi. Rétt er að taka fram að í öðru tilfellinu vantaði svar frá
unglækni. Unglæknarnir töldu ástæðu til að senda 14 sjúklinga
í myndgreiningu vegna gruns um fótabrot og voru þeir þrír, sem
brotnir voru, í þeim hópi. Næmi klínískrar skoðunar unglækna
var 0,90 (95% öryggisbili 0,81–0,98) gagnvart broti á ökkla
og sértæki klínískrar skoðunar þeirra 0,35 (95% öryggisbili
0,21–0,49). Unglæknar fundu öll brot á fæti við mat sitt og
er því næmi klínískrar skoðunar þeirra 1.0 og sértæki 0,21
(95% öryggisbili 0,09–0,33). Eitt brot á fæti kom ekki fram við
myndgreiningu heldur við segulómskoðun tíu dögum seinna en
bæði hjúkrunarfræðingur og læknir töldu sjúkling brotinn.
Til að skoða samræmi milli mats hjúkrunarfræðinga annars
vegar og unglækna hins vegar á þörf fyrir mynd af ökkla
var notast við Kí-kvaðratpróf (χ²). Í ljós kom að mjög gott
samræmi var milli mats hjúkrunarfræðinga og unglækna (χ² (1,
n=47)=25,3; P<0,001) en í 89% tilvika eru þessir aðilar sammála
í mati sínu. Næmi klínískrar skoðunar í leit að broti á ökkla
með hjálp Ottawa-gátlistans hjá hjúkrunarfræðingunum var
1.0 borin saman við næmi klínískrar skoðunar unglækna 0,90
(95% öryggisbili 0,81–0,98). Sérhæfni hjúkrunarfræðinganna
gagnvart broti á ökkla var 0,40 (95% öryggisbili 0,26–0,54) en
0,35 (95% öryggisbili 0,21–0,49) hjá unglæknunum.
Kí-kvaðratpróf var að sama skapi notað til að skoða samræmi
milli mats hjúkrunarfræðinga annars vegar og unglækna hins
vegar á þörf fyrir mynd af fæti. Í ljós kom að nokkuð gott
samræmi var á milli mats hjúkrunarfræðinga og unglækna
(χ² (1, n=47)=5,39; P<0,05) en í 74% tilvika voru þessir aðilar
sammála í mati sínu. Enn fremur fundu báðir hópar öll þrjú
brotin á fæti en þar af var eitt sem fannst ekki í myndgreiningu
við fyrstu komu heldur seinna við segulómskoðun. Í leit að
broti á fæti var næmi 1.0 og sérhæfni 0,21 (95% öryggisbili
0,09–0,33) bæði meðal hjúkrunarfræðinga og unglækna.
Niðurstaðan er að í 89% tilvika eru hjúkrunarfræðingar og
unglæknar sammála í mati sínu á áverka á ökkla og 74% tilfella
á fæti. Hjúkrunarfræðingar pöntuðu ekki fleiri óþarfa myndir en
unglæknar og misstu ekki af neinu broti. Rannsóknarniðurstöður
sýna að mat hjúkrunarfræðinga og unglækna er sambærilegt
þar sem ekki tókst að hrekja það á tölfræðilegan hátt.
UMRÆÐA
Nákvæmni í mati hjúkrunarfræðinganna var 100% með
notkun Ottawa-gátlistans og er það vel sambærilegt við aðrar
rannsóknir þar sem næmi hjúkrunarfræðinga nær frá 92%
til 100% hvort sem um er að ræða hjúkrunarfræðinga með
framhaldsmenntun eða ekki (Allerston og Justham, 2000b;
Fiesseler o.fl., 2004; Salt og Clancy, 1997). Enn fremur er það
vel sambærilegt við næmi lækna sem er á bilinu 96,4%–99,6%
(Bachmann o.fl., 2003).
Hjúkrunarfræðingarnir sendu 62,5% sjúklinga í ökklamynd en
40% af þeim reyndust brotnir. Þeir sendu enn fremur 29%
í mynd af fæti þar sem 21% þeirra reyndust brotnir. Þetta
er heldur betra hlutfall en í rannsókn Mann og félaga (1998)
og Salt og Clancy (1997) en þar sendu hjúkrunarfræðingar
73% sjúklinga í mynd en aðeins 20–24% reyndust brotnir.
Óþarfa myndgreiningar hjá hjúkrunarfræðingum slysa- og
bráðamóttöku FSA eru einnig færri en erlendar rannsóknir
meðal sérfræðinga í hjúkrun sýna þrátt fyrir að þeir hafi ekki
misst af broti. En hjúkrunarfræðingarnir í rannsókn Allerston og
Justham (2000b), sem voru með framhaldsmenntun (e. nurse
practitioner), sendu 61,5% sjúklinga sinna í myndgreiningu þó
brot væri aðeins 29,6%.
Næmi unglækna gagnvart broti á ökkla var 90% en 100% á
fæti og er það svipað niðurstöðum annarra rannsókna þar