Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Qupperneq 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200946 mönnunar og þessa rannsókn var tekin í samvinnu við starfsmenn sem hlut áttu að máli. Útfærsla á samsetningu mönnunar og ábyrgð var þróuð í samvinnu við stjórnendur í hjúkrun á Öldrunarsviði og á Landspítala, starfsmenn sem tóku þátt í rannsókninni og sérfræðinga utan spítalans. Ferli starfendarannsókna hefur verið líkt við spíral eða gorm þar sem breyting er skipulögð, framkvæmd, skoðuð og metin og í framhaldi af því endurskipulögð í samræmi við skoðun og mat og þannig hefst ferlið aftur (Green o.fl., 2004). Þennan hring fóru starfsmenn og rannsakendur hvað eftir annað, gerðu breytingar, endurskoðuðu þær og mátu hvernig þær samræmdust starfseminni. Notaðar voru bæði megindlegar og eigindlegar aðferðir við gagnasöfnun og gagnagreiningu. Þannig er náð fram mismunandi sjónarhorni við að afla þekkingar á sama fyrirbærinu og eykur það áreiðanleika niðurstaðna (Morton-Cooper, 2000). Megindlegi hluti rannsóknarinnar var tvíþættur. Annars vegar var skoðuð breyting á RAI-gæðavísum (Zimmerman, 2003) sem eru byggðir á RAI-mati á inniliggjandi sjúklingum á deild A (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1998; Morris o.fl., 1990). Hins vegar var starfsánægjukönnun (Hildur Friðriksdóttir o.fl., 2002) lögð tvisvar fyrir starfsmenn á deild A. Eigindlegur þáttur rannsóknarinnar var líka tvíþættur, annars vegar rýnihópar og hins vegar dagbókarskrif. Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru sjúklingar og starfsmenn á deild A og hjúkrunarfræðingar á deild B. Leitað var eftir upplýstu samþykki allra sem voru þátttakendur og ef sjúklingar voru ekki færir um að gefa samþykki var leitað eftir samþykki aðstandenda þeirra. Heildarfjöldi RAI-mata, sem gerð voru á sjúklingum í rannsókninni, voru 44 þ.e. á tímabilinu febrúar – ágúst 2004 (n=13) og tímabilinu september 2004 – mars 2005 (n=31). Starfsfólk á deild A tók þátt í starfsánægjukönnuninni í tvígang, í febrúar 2004 (n=16) og í nóvember 2004 (n=17). Þverfaglegur hópur starfsmanna (n= 17) tók þátt í rýnihópum í október 2004, þ.e. hjúkrunarfræðingar (n=7), sjúkraliðar með framhaldsnám (n=4) og sjúkraliðar og sérhæft aðstoðarfólk (n=6). Valdir starfsmenn og rannsakendur (n=9) héldu dagbók allt rannsóknartímabilið. Mælitæki RAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) var notað til að meta gæði hjúkrunar (Morris, 1990). Þrjátíu gæðavísar hafa verið þróaðir fyrir fyrir RAI-matstækið (InterRAI, 2009; Zimmerman, 2003; Zimmerman o.fl., 1995). Hver gæðavísir byggist á einni eða fleiri breytum úr RAI-mati einstaklings en niðurstaðan af þeim útreikningum er annaðhvort „já, gæðavísirinn er til staðar“ hjá einstaklingnum eða „nei, hann er ekki til staðar“. RAI-gæðavísar eru þó misjafnlega góðir til samanburðar á milli stofnana og hafa rannsakendur sýnt fram á að tíu af þrjátíu RAI-gæðavísum eru áreiðanlegastir að þessu leyti (tafla 1) (Rantz o.fl., 2004). Í þessari rannsókn voru hafðir til viðmiðunar þeir 20 gæðavísar sem eru reiknaðir út fyrir RAI- mat á íslenskum öldrunarstofnunum og sýndir eru á töflu 1 (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, 2007). Til að meta starfsánægju var notaður hluti af spurningalista um starfsánægju frá Vinnueftirlitinu (Hildur Friðriksdóttir o.fl., 2002), alls 73 spurningar á 4–5 stiga Likert-skala. Flestar spurningarnar voru með fimm svarmöguleikum (mjög sjaldan eða aldrei, frekar sjaldan, stundum, frekar oft, mjög oft eða alltaf) og var reiknað út meðaltal svara fyrir hverja spurningu. Viðtöl rýnihópa voru tekin upp á segulband og síðan umrituð á tölvu ásamt þeim texta sem skráður hafði verið í dagbækur. Túlkandi fyrirbærafræði var notuð við greiningu á viðtölum í rýnihópum og dagbókarskrifum. Stuðst var við skrif Max van Manen (1997) í því tilliti. Tafla 1. Tuttugu gæðavísar sem notaðir eru á íslenskum hjúkrunarheimilum og í rannsókninni. Algengi bylta* Algengi hegðunarvandamála gagnvart öðrum Algengi þunglyndiseinkenna* Algengi þunglyndiseinkenna án meðferðar* Notkun 9 eða fleiri lyfja* Algengi þvag- eða hægðaleka Algengi þvag- eða hægðaleka án reglubundinna salernisferða Algengi þvagleggja Algengi hægðastíflu Algengi þvagfærasýkinga* Algengi þyngdartaps* Algengi sondugjafa Algengi vökvaskorts* Algengi rúmfastra íbúa* Notkun sterkra geðlyfja í öðrum tilfellum en mælt er með Algengi róandi lyfja og svefnlyfja Stöðug notkun svefnlyfja eða oftar en tvisvar í viku Algengi daglegra líkamsfjötra/öryggisútbúnaðar Algengi lítillar eða engrar virkni Algengi þrýstingssára, stig 1–4* * Áreiðanlegur gæðavísir samkvæmt Rantz (2004). Siðfræði Leyfi var fengið hjá siðanefnd LSH (Erindi: 55/2003), Persónuvernd (Tilvísun: S1785/2004), lækningaforstjóra LSH, hjúkrunarforstjóra LSH og sviðsstjóra á Skrifstofu starfsmannamála LSH (Tilvísun: 16) fyrir framkvæmd rannsóknarinnar. Leitað var eftir upplýstu samþykki starfsfólks sem tók þátt í rannsókninni, sjúklinga og aðstandenda sjúklinga sem ekki voru færir um að taka ákvörðun um þátttöku í rannsókn. Framkvæmd Til að undirbúa breytingarnar voru haldnar vinnusmiðjur, m.a. til að útbúa verklagsreglur, með hjúkrunarfræðingum á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.