Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Side 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.2009, Side 62
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 85. árg. 200958 truflun og hætt við að eitthvað fari forgörðum ef leyst er af á óheppilegum tíma. Hjúkrunarfræðingunum fannst skorta á að mönnun væri í samræmi við þarfir eins og þessi tilvitnun ber með sér: Mér finnst verða að skipuleggja þannig það sé fleira fólk, þá er ég ekki að segja að þurfi alltaf að vera 3, 2 í kring út aðgerð, það eru viss ferli sem þurfa alltaf að vera fleiri manneskjur og þá að þær séu tiltækar, það vantar fólk, að það sé hlustað á hvað þú ert að segja og þú fáir þá þann starfskraft sem þú þarft til þess að framkvæma hlutina. Vera viðbúinn því óvænta Annar þáttur fyrirbyggingar, sem hjúkrunarfræðingarnir nefndu, var að vita út í hvað verið er að fara og vera viðbúinn því óvænta með því að undirbúa vel þannig að unnið sé af nákvæmni og þekkingu. Vinnureglur væru mikilvægar til að fyrirbyggja mistök og þeim yrði að fylgja og voru þá sérstaklega nefndar reglur um talningar. Talningar á grisjum væru í föstum skorðum en talningar á ýmsu öðru, sem getur stafað hætta af, væru ekki nógu vel skipulagðar. Ég kannski held að hjúkrunarfræðingar sem hafa aldrei lent í neinum mistökum að þeir geri sér ekki grein fyrir hvað hún er mikilvæg þessi talning… Það er heilmikið atriði, sérstaklega í stórum aðgerðum og við vaktaskipti og uppákomur sem valda miklum óþægindum að það þyrfti að opna sjúkling og leita að kompressu. Stuðningur og lærdómur mikilvægust Hvernig á svo að vinna úr málum ef mistök eiga sér stað? Þarna lögðu hjúkrunarfræðingarnir höfuðáherslu á mikilvægi þess að fara skipulega í gegnum hvað gerðist og styðja þá sem lenda í atvikinu. Það var þannig ekki atvikaskráningin sem var efst í huga þeirra sem rætt var við. Þó erfitt sé, þá telja hjúkrunarfræðingarnir mjög mikilvægt að ræða það sem upp kemur þannig að hægt sé að læra af atvikinu og fyrirbyggja í framtíðinni. Sumir töldu teymin góðan vettvang til að ræða málin, allavega til að byrja með. Teymið sé hópur sem þekkist vel og eigi að veita stuðning en það sé þó skynsamlegt að deila með fleirum þannig að fleiri verði meðvitaðir um hvað getur gerst. Þannig lýsti einn viðmælandi reynslu sinni: Mér fannst það mjög mikilvægt að segja frá því í hverju ég hafði lent, ég lá ekkert á því þótt að þetta hafi verið mjög erfitt og allt það, þá fannst mér það mikilvægara að, eða það kom bara ósjálfrátt kæmi fram ósk hjá mér að tjá mig um það svo að aðrir myndu vita af því … að það myndi leiða af sér reynslubanka fyrir aðra líka. Að lokum viljum við benda á eftirfarandi ábendingar frá umræðum í rýnihópum um umbætur (sjá töflu 2). Tafla 2. Hugmyndir til umbóta frá umræðufundum. Gæði upplýsinga Vantar betri upplýsingar fyrir aðgerðir. Skilgreina þarf lágmarksupplýsingar til að sjúklingur komist á aðgerðardagskrá. Koma á því kerfi að svæfingahjúkrunar- fræðingur og skurðhjúkrunarfræðingur á stofu miðli milli sín upplýsingum um sjúklinga dagsins. Nota gátlista og þróa verklagsreglur um upplýsingagjöf. Faglegir samráðsfundir Hafa fundi til að deila þekkingu og reynslu. Fara yfir hvað gengur vel og hvað þarf að skoða. Ræða og finna leiðir til að koma á endurnýjun í teymum og í röðum skurðhjúkrunarfræðinga. Endurskoða skipulag vinnu, verkferla og vinnuumhverfi Nefna má dæmi eins og notkun merkinga til að aðgreina hluti, skilgreina hlutverk umsjónarhjúkrunarfræðings, flutning sjúklings af skurðarborði og út af stofu, hávaða á stofum meðan sjúklingur er vakandi. UMRÆÐA Þessi rannsókn líkt og aðrar sýnir að skurðhjúkrunarfræðingar líta á sig sem málsvara sjúklingsins og að megininntak hjúkrunar er að fyrirbyggja að sjúklingurinn verði fyrir skaða (McGarvey o.fl., 1999; Sigurdsson, 2001). Að mati viðmælenda er ýmislegt í vinnulagi og starfshefðum deildanna sem eflir öryggi, t.d. skipulagning starfa í sérhæfð teymi og löng og góð samvinna. Sameiginleg ábyrgð þeirra sem starfa í teymum stuðlar að góðu samstarfi þar sem hjúkrunarfræðingarnir deila áreynslulítið með sér verkum sem dregur úr streitu og stuðlar að bættu öryggi og fagmennsku. Þessi niðurstaða hefur sterkan samhljóm við rannsókn Silén-Lipponen o.fl. (2005) á teymisvinnu á skurðstofum. Með því að skipuleggja hjúkrunina í teymi eykst sérhæfð þekking sem í mörgum tilvikum getur verið forsenda öruggra starfshátta. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi aukins hraða og flóknari og stærri aðgerða. Það hefur verið bent á að þegar eitthvað brátt kemur upp eru rétt viðbrögð komin undir þekkingu þeirra sem til staðar eru (Reason, 2000). Í flóknum aðgerðum á skurðstofu má ávallt búast við einhverju óvæntu og hæfni hjúkrunarfræðinga í sérhæfðu teymi getur komið í veg fyrir mistök með því að tímanlega og rétt sé brugðist við (Silén-Lipponen o.fl., 2005). Margir viðmælendur nefndu að við vissar aðstæður geti reynst erfitt að viðhalda teymunum. Sveiflukennd mönnun leiðir til þess að nauðsynlegt getur verið að færa fólk tímabundið í störf í öðru teymi. Þetta var ekki beint talið vandamál, né valda hættu þar sem hjúkrunarfræðingarnir hafa langa og fjölbreytta reynslu. Hins vegar voru þeir ekki sáttir við að þurfa að fara á milli teyma og þeim fannst það bæði trufla starfsemi eigin

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.