Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 5

Tölvumál - 01.02.2008, Page 5
T Ö L V U M Á L | 5| sem allir hafa nú ókeypis aðgang að í gegnum vef Ský, http://www.sky. is, reynir félagið að þjóna félagsmönnum sínum. Þeir eru stöðugt hvattir til að koma með ábendingar og tillögur um allt sem varðar upplýsingatækni og félagsstarfið. Vefur félagsins var t.d. nýlega endurhannaður með tilliti til þess að ná betur til félaganna. Þess ber einnig að geta að þó svo að bakgrunnur félagsmanna sé breiður vinnur félagið að því um þessar mundir að breikka hann enn frekar. Sem stendur er mikill skortur á menntuðu fagfólki í tækni­ og raungreinum, t.d. tölvunarfræði og verkfræði. Ástæða er til að hvetja ungt fólk, ekki síst ungar stúlkur, til að leggja slíkt nám fyrir sig. Á sviði upplýsingatækni eru fjölmörg áhugaverð og vel launuð störf í boði. Störfin eru oftar en ekki mjög skapandi og gefa kost á sveigjanlegu starfsumhverfi og sveigjanlegum vinnutíma. Ég óska Ský til hamingju með 40 ára afmælið. Megi félagið enn í mörg ár vera frjór vettvangur umræðna um fjölbreytt málefni er varða upplýsingatækni á einhvern hátt ­ öllum til gæfu og góðs. Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur og formaður Ský Ský er eina þverfaglega félag landsins í upplýsingatækni Markmið félagsins er að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta Sem stendur er mikill skortur á menntuðu fagfólki í tækni- og raungreinum, t.d. tölvunarfræði og verkfræði Ég óska Ský til hamingju með 40 ára afmælið

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.