Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Síða 11

Tölvumál - 01.02.2008, Síða 11
T Ö L V U M Á L | 1 1 Er ávallt tengd Í starfinu þá nota ég nota fartölvuna mína, er í miklum rafrænum sam­ skiptum og nota þráðlaust net talsvert. Ég er því ávallt tengd með fartölvuna á handleggnum og nota hana mikið á fundum. Oft er gert grín að mér hversu mikið ég nota tölvuna. Þegar ég er ekki með fartölvuna í fanginu er ég með lófatölvufarsímann minn sem er ómissandi. Í hann sæki ég upplýsingar um tengiliði, dagbókina mína, tölvupóstinn og er jafnvel í samskiptum við son minn í gegnum MSN. Erlendis sæki ég oft upplýsingar um flug og fréttir á fréttasíðum fyrir lófatölvur. Ég nota einnig lófatölvufarsímann til að senda talskilaboð til samstarfsmanna. Á ferðalögum nota ég mjög mikið IP­símaforritið í fartölvunni. Þannig greiði ég aðeins innanlandssímtöl erlendis. Unglingurinn notar bara SMS og MSN Fjölskyldan er mjög tæknivædd. Bróðir minn hefur síðustu ár búið víða erlendis svo okkar samskipti eru í gegnum MSN eða tölvupóst. Ég var á ráðstefnu um daginn þar sem fram kom að tölvupóstur væri bara fyrir gamalt fólk. Mér fannst það bæði fyndið og rétt því að 14 ára sonur minn notar bara SMS og MSN skilaboð en rafræn samskipti okkar hjóna fara að mestu í gegnum tölvupóst. Mikið af samskiptum við kennara sonar míns eru með tölvupósti og í gegnum Mentor heimasíðuna. Ég nota fartölvuna mikið til afþreyingar. Ég held ávallt dagbók á ferðalögum á heimasíðunni minni www.halldora.is. Ég hleð öllum stafrænum myndum beint í fartölvuna mína og vista þær þar. Eins og mjög margir Íslendingar þá fer ég nánast aldrei í banka. Auk þess versla ég mikið á Netinu. Ég kaupi reglulega hljóðbækur þar og hlusta á í tónhlöðunni eða í tölvunni. Ég vil horfa á sjónvarpsefni þegar mér hentar og horfi mikið á fréttir og íslenska þætti af Netinu. Auk þess tek ég upp á sjónvarpsbox eða hágæðagervihnattabox, sem bæði eru með hörðum disk. Merkasti áfanginn Merkasti áfanginn í þróun stafrænnar tilveru er Internetið og hröð út­ breiðsla þess. Með tilkomu Internetsins og aðgengi að heimabönkum og skattskýrslum hefur lífið orðið auðveldara. Öryggismál skipta mestu máli fyrir framþróun stafrænnar tilveru. Þar ber að líta til rafrænna undirskrifta og almenns upplýsingaöryggis. Einnig held ég að stöðugt verði kröfur um aukinn hraða og gagnaflutningsgetu. Sýndarfundabúnaður sem minnkar erlend ferðalög Eftir fimm ár verður allt starfsumhverfið sveigjanlegra. Greiðara aðgengi verður að þráðlausum nettengingum og meðfærilegum búnaði. Fólk mun ferðast um með stýrikerfi og gögn á Flash minni eða USB minniskubbum og hægt verður að setja upp vinnustöðvar hvar sem er. Fleiri fyrirtæki munu koma sér upp fullkomnum sýndarfundabúnaði sem minnkar erlend ferðalög og gefur starfsmönnum meiri tíma með fjölskyldunni. DVD myndasafn fjölskyldunnar verður jafn úrelt og VHS safnið er nú. Þá verð ég búin að setja upp heimilisnetþjón í bílskúrnum við hliðina á adsl­ beininum mínum. Síðan verð ég með þunna biðlara í öllum herbergjum með LCD snertisjá, lyklaborði og mús. Fjarvinna mun aukast sem og sjónvarpsáhorf á mínum tíma, þegar mér hentar. Ég geri ráð fyrir að vera komin með mitt eigið heimaöryggiskerfi með eftirlitsmyndavélum tengt á sama netþjón og símstöð heimilisins liggur á þessum sama netþjóni, enda verða allir símar á heimilinu IP símar. Nettengdur ísskápur er óskastaðan Mín óskastaða er að ég geti tengt ísskápinn og búrskápinn minn við tölvu sem skannaði allan mat sem fer inn og út úr skápunum. Þannig kæmu þeir með tillögu að pöntun sem ég gæti svo bætt við og pantað heim. Einnig myndi ég gjarnan vilja geta stillt bakaraofninn með lófatölvufarsímanum mínum eins og ég get stillt upptökur á harða disknum mínum í dag. Eftir fimm ár verður allt starfsumhverfið sveigjanlegra Greiðara aðgengi verður að þráðlausum nettengingum og meðfærilegum búnaði Halldóra Matthíasdóttir alþjóðamarkaðsfræðingur með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.