Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 18

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 18
1 8 | T Ö L V U M Á L algengar. Þó var aldrei hægt að mæta eftirspurn, en á níunda áratugnum var meiri ásókn í þessi námskeið en nokkur önnur endurmenntunarnámskeið. Námskeiðin urðu skyldunám í kennaramenntun fyrir nemendur sem inn­ rituðust í kennaranám 1981 og síðar. Hér var Kennaraháskóli Íslands langt á undan þróun innan nágrannalanda okkar. Það raskaði myndinni talsvert þegar ritvinnsluforrit og töflureiknar urðu liprari og námskeið í notkun þeirra hófust á almennum markaði við lok níunda áratugarins. Kennarar sóttu margir þessi námskeið og endurtóku þau með nemendum sínum. Færni var þjálfuð í stað þess að nota þessi forrit til könnunar og eiginlegs náms innan námsgreina, enda lærðu kennarar ekki til slíks á námskeiðum á almennum markaði. Þetta hægði í raun verulega á umræðu um UST til liðsinnis við nám, ekki bara á Íslandi heldur miklu víðar. Hvar var heildarsýnin mótuð? Hvar voru línur lagðar, hvar var landsstefna mótuð? Þótt menntamálaráðu­ neytið skipaði starfshópa og stæði með öðrum að ráðstefnum, var það allt fyrir frumkvæði annarra aðila. Þáttur menntamálaráðuneytisins til mótunar stefnu varðandi upplýsingatækni í námi og kennslu var lengst af máttlítill og brotakenndur. Þetta sést á stefnumarkandi ritum sem gefin voru út, Til nýrrar aldar: framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins í skólamálum til ársins 2000 (1991) og Skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu (1994). Frumkvæðið að aðkomu menntamálaráðuneytis að þessum málum var einkum frá Skýrslutæknifélagi Íslands og Kennaraháskóla Íslands. En ráðstefnur um þessi mál hófust þegar upp úr 1980 og síðasta ráðstefna sem Skýrslutæknifélagið veitti forystu um UST í námi og kennslu var 1994. Á þeirri ráðstefnu var tekin upp sú nýbreytni að veita viðurkenningar fyrir kennsluferli sem nýttu UST. Slíkt ætti að vera reglulegur viðburður. Í könnun árið 1988 töldu kennarar að sá þáttur sem mest væri vanræktur í kennaramenntun væri nýting tölva. Íslenskir kennarar voru þar langt á undan kennurum nágrannalanda í að segja svo. Enda vissu þeir hvað þeir voru að tala um því að um 1000 kennarar höfðu þá lokið a.m.k. vikunámskeiði á þessu sviði í endurmenntun eða grunnmenntun. Það voru þeir sem gerðu sér ljóst að það þurfti að gefa þessum þætti enn meiri gaum. Því miður var það ekki gert, en mörgum árum síðar þótti ástæða til að nefna þetta í skýrslunni (1994). Dýrmætur tími var farinn til spillis og rof hafði orðið á uppbyggingu sem var komin vel á veg 1988. Með aðkomu Björns Bjarnasonar að menntamálaráðuneytinu varð fyrst breyting á hlutverki þess á sviði UST og ráðuneytið fór að axla ábyrgð í heildstæðri stefnumótun. Björn valdi að kalla til nefndarstarfa helstu frumkvöðla á þessu sviði sem gjörþekktu hvað gert hafði verið og hvar mikilvægt var að taka vel á. Afrakstur varð fyrsta og ítarlegasta stefnumótun hér á landi á þessu sviði, Í krafti upplýsinga (1996). Það rit var gefið út sem grundvallarrit fyrir önnur skrif ráðuneytisins, svo sem aðalnámskrár og fleira. Þáttur ráðuneytisins í því að skapa vettvang fyrir skólamenn til að hittast og ræða þessi mál, koma á framfæri hugmyndum sínum, reynslu og rannsóknum, breyttist einnig með nýjum ráðherra. Áður hafði ráðuneytið að vísu komið að slíkum ráðstefnum en fyrir frumkvæði annarra, en eftir útgáfu ritsins Í krafti upplýsinga [6] tók menntamálaráðuneytið við að leiða árlegar ráðstefnur ásamt því að gera þennan þátt sýnilegan í öllum skrifum fyrir skóla, í námskrám og í áætlunum sem fylgdu eftir því sem sett var af stað 1996. Upplýsingar um það er að finna á vef ráðuneytisins og því ekki fjallað meira um það hér. Rannsóknir á áhrifum UST á skólastarf Norðmenn búa að langri sögu UST í skólum, en hlutallslega var þar allt í minni mæli en á Íslandi. Undanfarinn rúman áratug hafa þeir tekið þátt í flestum samanburðarrannsóknum sem í boði hafa verið; TIMSS og PISA en einnig í SITES [7] sem stendur fyrir Second Information on Technology in Education Study. Gögnum var fyrst safnað 1999. Ísland tók þá líka þátt og birti skýrslu árið 2002 [8]. Gallinn við þessa rannsókn var sá að eingöngu voru spurðir skólastjórnendur og umsjónarmenn tölvumála við skólana. Enda náðust ekki góðar upplýsingar um áhrif á nám í hinum einstöku námsgreinum eða þemaverkefnum sem eru þungamiðjan í því sem nemendur fást við. Verkefnið var endurtekið 2006 með umfangsmeiri gagnasöfnun og verða niðurstöður birtar vorið 2008. En þá var Ísland ekki með. Þá á sér stað í Noregi mjög fjölþætt athugun á framvindu og þróun UST á öllum skólastigum. Það tengist metnaðarfullri áætlun stjórnvalda um áhrif stafrænnar tækni á allt skólastarf, allan aldur og allar námsgreinar. Á tveggja ára fresti eru birtar ítarlegar skýrslur ITU Monitor [9] sem greina frá hvað hefur náðst og hvar þokar hægt eða ekki. Margar fleiri skýrslur koma út og hjálpa okkur, sem stundum rannsóknir á þessu sviði, að greina hvar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.