Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 34

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 34
3 4 | T Ö L V U M Á L Að tryggja samfellu er lykilþáttur í rekstri í góðum rekstri Í ljósi þess að stjórnun á rekstrarsamfellu er orðin sjálfsagður þáttur í rekstri fyrirtækja hefur breska staðlastofnunin BSI gefið út staðal um stjórnun rekstrarsamfellu. Hvert er viðbragðsteymið þegar að áfall dynur yfir? Er forgangsröðun aðgerða skýr? Hefur starfsfólk fengið þjálfun í viðbrögðum vegna áfalls? Áætlanir til að tryggja samfelldan rekstur í kjölfar truflunar hvort sem um er að ræða meiriháttar áfall eða minniháttar truflun er mikilvæg öllum fyrirtækum. Hvað er áfall? Þættir sem geta orðið þess valdandi að venjuleg starfsemi fyrirtækisins eða stofnunar fer í uppnám eru t.d. náttúruhamfarir, tölvuveirur, hryðjuverk, verkföll, þjófnaður eða mannleg mistök. Með því að setja grundvallarþætti í samfelldum rekstri í staðal er stuðlað að því að fyrirtæki geti á skjótan hátt og með samræmdum hætti innleitt áætlun um samfelldan rekstur samkvæmt „bestu aðferðum“. Markmið slíkra neyðaráætlana er bæði að lágmarka líkur á að rof verði á rekstri og einnig að tryggja að áhrif áfalls séu sem minnst og hratt og örugglega megi rétta rekstur við á ný eftir að truflun eða rekstararrof hefur orðið. Nánar tiltekið má segja að áætlanir um samfelldan rekstur hafi það markmið að vernda fyrirtækið sjálft, allan rekstur þess, starfsfólk, ímynd og orðspor svo að tekjur og viðskipti tapist ekki þótt fyrirtækið verði fyrir áfalli. Hvað er staðall? Samkvæmt skilgreiningu Staðlaráðs Íslands er staðall „opinbert skjal ætlað til frjálsra afnota“. „Í staðli er að finna reglur, leiðbeiningar eða skil­ greiningar sem miða að því að tryggja tiltekna virkni, að hlutir passi og að þeir skili því sem af þeim er krafist. Allt er þetta gert til þess að auka hagkvæmni, til einföldunar og til þess að draga úr kostnaði.“ „Staðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðskiptum, bæði innan einstakra landa og á alþjóðavettvangi. Samning þeirra byggist á því að hagsmunaðilar komi sér saman um hvað sé hæfilegt, eðlilegt, góðar starfsvenjur og í takt við tímann. Ákveðnar reglur eru viðhafðar um samningu og samþykkt staðla, sem og þátttöku við gerð þeirra.“ Staðallinn BS 25999 BS 25999 staðallinn hentar öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum í öllum geirum. Hann snertir sérstaklega fyrirtæki eða stofnanir sem starfa í áhættumiklu umhverfi eins og í fjármálageiranum, fjarskiptageira, flutn­ ingum og í opinbera geiranum þar sem krafa er um 100% uppitíma kerfa og órofinn rekstur skiptir sköpum. Við þróun á staðlinum var horft til þess að hann hentaði jafnt smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem stórfyrirtækjum. Einnig var leitast við að hafa orðalag einfalt og skiljanlegt fyrir stjórnendur og ákvarðanatökuaðila. Að gerð hans komu bestu sérfræðingar heims í þessum fræðum sem hafa víðtæka og fjölbreytta reynslu af stjórnun rekstrarsamfelllu í stórum sem smáum fyrirtækjum og stofnunum. Staðallinn skiptist í tvo hluta. Hluti 1 BS 25999­1:2006, hefur að geyma bestu aðferðir við stjórnun rekstrarsamfellu og er leiðbeiningastaðall. Hluti 2 BS 25999­2:2006 er kröfuhlutinn og kom út sl.haust frá bresku staðlastofnuninni BSI. Sá hluti hefur að geyma kröfur um stjórnun rekstrar­ samfellu byggt á bestu aðferðum. Þetta er kröfustaðall og beitt til að sýna fram á fylgni samkvæmt úttekt og vottunarferli. Ragnheiður Guðmundsdóttir markaðsstjóri Stika ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.