Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 36

Tölvumál - 01.02.2008, Page 36
Stafræn dreifing tónlistar Undanfarinn áratug hefur orðið bylting í dreifingu á tónlist. Netið hefur náð að festa sig í sessi sem framtíðardreifileið en einnig hafa farsímafyrirtæki lagt aukna áherslu á tónlistarþjónustu fyrir farsíma. Með tilkomu iTunes, Napster og Tónlist.is á Íslandi hefur orðið til nýr markaður og heil kynslóð vaxið úr grasi án þess að hafa verslað tónlist á geisladiskum eða plötum sem heitið getur. Tónlist á Netinu má í raun skipta í tvennt. Löglega valkostinn þar sem fólk getur keypt tónlist til niðurhals eða streymis og það sem rétthafar hafa kosið að kalla ólöglega dreifingu. Löglegar vefsíður skipta nú hundruðum á heimsvísu og í Bandaríkjunum selst yfir þriðjungur allrar tónlistar eftir stafrænum dreifileiðum en í Evrópu er hlutfallið heldur lægra. Þrátt fyrir að sala á geisladiskum hafi dregist saman í heiminum undanfarin ár er talið að neysla á tónlist hafi aldrei verið meiri. Ástæða þess er að fólk skiptist á tónlist í miklum mæli með skráarskiptarforritum en greinir á um hvort þar er um löglegt athæfi að ræða eða ekki. Skemmst er að minnast þess þegar rétthafar fengu lögbann á eina slíka vefsíðu hérlendis enda hafa dómar fallið erlendis og forsvarsenn sambærilegra vefsetra þurft að greiða háar sektir fyrir að stuðla að dreifingu á þennan hátt án samþykkis rétthafa. Stefán Hjörleifsson ráðgjafi 3 6 | T Ö L V U M Á L

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.