Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Side 52

Tölvumál - 01.02.2008, Side 52
5 2 | T Ö L V U M Á L Þörfin fyrir höfundarréttarvörn Árlega verður til gríðarlegt magn af margmiðlunargögnum sem á hvílir höfundarréttur. Þar á meðal má nefna kvikmyndir, ljósmyndasöfn og tónlist. Þrátt fyrir þennan höfundarrétt er mjög algengt að þessu efni sé dreift ólöglega yfir vefinn eða með hugbúnaði sem er þróaður sérstaklega fyrir slíka dreifingu. Slík dreifing kemur eðlilega illa við eigendur höfundarréttar, sem í mörgum tilfellum verða af umtalsverðum tekjum. Sem dæmi má nefna að bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn var álitinn tapa 2,3 milljörðum bandaríkjadala árið 2005 vegna ólöglegrar dreifingar yfir netið2. Því miður er mjög erfitt að koma fullkomlega í veg fyrir slíka dreifingu, því sífellt eru fundnar nýjar leiðir til að afla efnis, t.d. með því að taka upp kvikmyndir og hljóð. Þess vegna er nauðsynlegt að geta þekkt aftur stafrænt efni þegar grunur leikur á að um stolið efni sé að ræða. Beinn samanburður á skrám hentar ekki, þar sem stafrænu efni er oft breytt lítillega, eða jafnvel talsvert, áður en því er dreift. Þá dugir slíkur samanburður ekki til að bera saman upptöku úr kvikmyndahúsi við upprunalegu bíómyndina, svo dæmi sé tekið. Mikil vinna hefur verið unnið við að útbúa „vatnsmerki“ fyrir stafrænt efni, en þessi vatnsmerki eru mynstur sem bætt er við gögnin og hægt er að nota til að komast að því hvort efninu hafi verið stolið eða ekki. Í stuttu máli má segja að einfaldar aðferðir við vatnsmerkingu hafi þann ágalla að auðvelt er að finna og fjarlægja vatnsmerkin, meðan traustari aðferðir við vatnsmerkingu eru mjög þungar í vöfum, án þess þó að ná fullkomnum árangri. Þess vegna er nauðsynlegt að nota innihald stafræna efnisins til að þekkja það aftur. Kerfi fyrir höfundarréttarvörn Kerfi sem verja höfundarrétt út frá innihaldi efnis hafa þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi þarf að finna efnið og þá helst með sjálfvirkum hætti. Í öðru lagi þarf að nota myndgreininaraðferðir til að „lýsa“ efninu, sem eru ekki viðkvæmar fyrir hvers konar breytingum og bjögun á efninu. Loks þarf að nota öflugan gagnagrunn, annars vegar til að geyma slíkar lýsingar fyrir efni sem verja á og hins vegar til að leita í með lýsingum á efni sem grunur leikur á um að sé stolið. Tökum dæmi um kerfi fyrir myndbönd. Slíkt kerfi vinnur þannig að fyrst eru þau myndbönd sem verja á sett í gegnum myndgreiningu og lýsingar þeirra settar í gagnagrunn. Eftir það þarf að finna möguleg ólögleg eintök og leita að þeim í gagnagrunninum. Mynd 1 sýnir hvernig leit að myndböndum virkar. Fyrst er leitað að mögulegum ólöglegum eintökum, til dæmis á vefsíðum eins og YouTube (skref 1). Svo eru fundnir einstakir myndrammar Hraðvirk og áreiðanleg fyrir myndir og myndbönd höfundarréttarvörn Kristleifur Daðason Eff2 Technologies Herwig Lejsek Eff2 Technologies Dr. Björn Þór Jónsson dósent, tölvunarfræði deild Háskólans í R.vík Um nokkurra ára skeið hefur Gagnasetur Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við IRISA rann- sóknarstofuna í Frakklandi, stundað rannsóknir og þróun á hugbúnaði til höfundarréttarvarnar fyrir margmiðlunargögn, svo sem ljósmyndir og myndbönd. Þessi hugbúnaður, sem byggist annars vegar á nýrri myndgreiningaraðferð og hins vegar á nýrri gagnagrunnstækni, hefur reynst mjög hraðvirkur og áreiðanlegur í prófunum. Unnið er að frekari þróun og markaðssetningu, og hefur verið stofnað fyrirtæki, Eff2 Technologies (www.eff2.net)1, til að halda þeirri vinnu áfram. 1 Eff2 stendur fyrir Efficient x Effective, eða hraðvirkar og áreiðanlegar aðferðir 2 Sjá http://www.mpaa.org/2006_05_03leksumm.pdf

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.