Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Page 66

Tölvumál - 01.02.2008, Page 66
6 6 | T Ö L V U M Á L Fókus, félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu innan Skýrslu­ tæknifélags Íslands var stofnað þann 15. október 2004. Félagar hafa verið um 100 allt frá byrjun og er mikil breidd í félagatalinu, þar eru heilbrigðisstarfsmenn, tölvu­ og tæknifólk, háskólafólk og stjórnendur úr heilbrigðiskerfinu og tölvugeiranum. Stjórn félagsins endurspeglar hina dreifðu þekkingu og starfssvið félaganna en í henni sitja nú Valgerður Gunnarsdóttir forstöðumaður heilbrigðisupplýsinga Heilsugæslunnar sem er formaður, Ásta St. Thoroddsen dósent í hjúkrunarfræði og formaður námsnefndar meistaranáms í Health Informatics við HÍ er ritari og varaformaður, Benedikt Benediktsson upplýsingatæknistjóri hjá Lyfja­ stofnun, Arnheiður Guðmundsdóttir yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Skýrr, Óskar Einarsson, ráðgefandi sérfræðilæknir á Landspítala, Elísa­ bet Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á hag­ og upp lýsingasviði Landspítala og Bjarni Þór Björnsson tæknilegur fram­ kvæmdastjóri Stika eru meðstjórnendur. Markmið félagsins eru fyrst og fremst að breiða út þekkingu á hlutverki upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og að stuðla að skynsamlegri notkun hennar svo og að auka samstarf og skilning milli mismunandi hópa fagfólks í faginu. Félagið hefur reynt að skapa þverfaglegan umræðu og auka tengsl milli félaga með því að halda fundi og ráðstefnur. Á þessu ári hafa verið haldnir 4 fundir um fjölbreytt efni og hefur aðsókn verið mjög góð. Fundirnir hafa verið haldnir á mismunandi stöðum og hafa stjórnarfélagar lagt til húsnæði eftir þörfum. Sem dæmi um fundarefni má nefna málefni persónuverndar og aðgengi almennings að heilsufarsupplýsingum sínum, staðlar í samþættingu og samskiptum í rafrænni sjúkraskrá, orðasöfn og samvirkni tölvukerfa fyrir heilbrigðisgögn og núna síðast mikilvægi upplýsingatækninnar fyrir öryggi sjúklinga. Þar tók m.a. til máls nýr ráðuneytisstjóri Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytisins Berglind Ásgeirsdóttir. Fókus er þátttakandi í Evrópusamtökum um upplýsingatækni í heilbrigðis­ þjónustu EFMI fyrir Íslands hönd og á fulltrúa í fulltrúaráði samtakanna. Ráðgert er að Fókus standi fyrir ráðstefnu á vegum Evrópusamtakanna hér á landi vorið 2010. Allir sem hafa áhuga á upplýsingatækni í heilbrigðiskerfinu eru velkomnir í félagið og á fundi. Fréttir frá Fókus, félagi um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu Umfjöllun um faghópa Fókus starfar innan Skýrslutæknifélagsins Markmið félagsins eru fyrst og fremst að breiða út þekkingu á hlutverki upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu Valgerður Gunnarsdóttir formaður Fókus

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.