Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 66

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 66
6 6 | T Ö L V U M Á L Fókus, félag um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu innan Skýrslu­ tæknifélags Íslands var stofnað þann 15. október 2004. Félagar hafa verið um 100 allt frá byrjun og er mikil breidd í félagatalinu, þar eru heilbrigðisstarfsmenn, tölvu­ og tæknifólk, háskólafólk og stjórnendur úr heilbrigðiskerfinu og tölvugeiranum. Stjórn félagsins endurspeglar hina dreifðu þekkingu og starfssvið félaganna en í henni sitja nú Valgerður Gunnarsdóttir forstöðumaður heilbrigðisupplýsinga Heilsugæslunnar sem er formaður, Ásta St. Thoroddsen dósent í hjúkrunarfræði og formaður námsnefndar meistaranáms í Health Informatics við HÍ er ritari og varaformaður, Benedikt Benediktsson upplýsingatæknistjóri hjá Lyfja­ stofnun, Arnheiður Guðmundsdóttir yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Skýrr, Óskar Einarsson, ráðgefandi sérfræðilæknir á Landspítala, Elísa­ bet Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á hag­ og upp lýsingasviði Landspítala og Bjarni Þór Björnsson tæknilegur fram­ kvæmdastjóri Stika eru meðstjórnendur. Markmið félagsins eru fyrst og fremst að breiða út þekkingu á hlutverki upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og að stuðla að skynsamlegri notkun hennar svo og að auka samstarf og skilning milli mismunandi hópa fagfólks í faginu. Félagið hefur reynt að skapa þverfaglegan umræðu og auka tengsl milli félaga með því að halda fundi og ráðstefnur. Á þessu ári hafa verið haldnir 4 fundir um fjölbreytt efni og hefur aðsókn verið mjög góð. Fundirnir hafa verið haldnir á mismunandi stöðum og hafa stjórnarfélagar lagt til húsnæði eftir þörfum. Sem dæmi um fundarefni má nefna málefni persónuverndar og aðgengi almennings að heilsufarsupplýsingum sínum, staðlar í samþættingu og samskiptum í rafrænni sjúkraskrá, orðasöfn og samvirkni tölvukerfa fyrir heilbrigðisgögn og núna síðast mikilvægi upplýsingatækninnar fyrir öryggi sjúklinga. Þar tók m.a. til máls nýr ráðuneytisstjóri Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytisins Berglind Ásgeirsdóttir. Fókus er þátttakandi í Evrópusamtökum um upplýsingatækni í heilbrigðis­ þjónustu EFMI fyrir Íslands hönd og á fulltrúa í fulltrúaráði samtakanna. Ráðgert er að Fókus standi fyrir ráðstefnu á vegum Evrópusamtakanna hér á landi vorið 2010. Allir sem hafa áhuga á upplýsingatækni í heilbrigðiskerfinu eru velkomnir í félagið og á fundi. Fréttir frá Fókus, félagi um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu Umfjöllun um faghópa Fókus starfar innan Skýrslutæknifélagsins Markmið félagsins eru fyrst og fremst að breiða út þekkingu á hlutverki upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu Valgerður Gunnarsdóttir formaður Fókus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.