Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 67

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 67
T Ö L V U M Á L | 6 7 Sigmundur Halldórsson í faghópi um vefstjórnun Góð hönnun er góð fyrir lífið. Þetta á jafnt við um vefhönnun sem aðra hönnun. En hvað er góð vefhönnun? Þeirri spurningu er oft erfiðara að svara. Fjölmiðlar virðast flestir horfa til verðmætis þeirra vefþjónustufyrirtækja sem við þekkjum hvað best. Google hefur verið að slá öll met í verðmati hlutabréfa og hlutar í Facebook skipta um hendur fyrir upphæðir sem erfitt er að skilja. En segir það okkur eitthvað um vefhönnun? Segir það okkur eitthvað um gæði og vönduð vinnubrögð? Það er óhætt að segja að árið 2007 hafi markað ákveðin tímamót hér á landi. Loksins hyllir undir að vefurinn verði aðgengilegur í gegnum tæki á borð við síma. Vinsældir Blackberry segja raunar allt sem segja þarf um hversu gríðarlegt hagræði er af því að hafa aðgang að veflægum upplýsingum í gegnum lófatæki. Á sama tíma sáu fjölmörg íslensk fyrirtæki og stofnanir sér hag í því að nýta sér AJAX til þess að gera vefi sína þægilegri í notkun. Vefmiðlun fór af stað með krafti og íslenskt efni flæddi inn á YouTube. Raunar er svo komið að sjónvarpið á undir högg að sækja hér á landi, því efnið er einfaldlega aðgengilegra í gegnum vefinn. En þessi mikla notkun og heimsmet í breiðbandstengingum virðist ekki endilega vera að skila sér í betri vefhönnun. Fagmennska Vandamálið virðist vera að það á sér stað sáralítil umræða um fagið. Fagmennska á sviði vefhönnunar er vanmetin. Þekking á viðfangsefninu takmörkuð og þau fyrirtæki sem verulegan metnað leggja í þessa vinnu sína virðast vera fá. Undirmannaðar vefdeildir virðist frekar vera regla en undantekning. Í því alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem við búum við þá virðist skorta þor eða vilja til þess að við sköpum okkur sérstöðu á þessu sviði. Auðvitað er þetta ekki algilt. Fyrirtæki á borð við Industria, CCP, Dohop. com og Miði.is eru allt dæmi um íslenskt frumkvæði sem tekið hefur verið eftir. Við sjáum líka að sum íslensk fyrirtæki leggja verulegan metnað í að standa vel að vefjum sínum. En þetta virðist því miður vera undantekning frekar en regla. Nýsköpun á þessu sviði hér á landi er lítil. Væntanlega má rekja það til erfiðra aðstæðna fyrir útflutningsfyrirtæki. Það er einfaldlega skelfilegt fyrir fyrirtæki að þurfa að starfa í hagkerfi sem býður upp á hæstu vexti í Evrópu og krónu sem enginn veit hvernig muni standa á morgun. Það er líka athyglisvert hversu lítinn stuðning þessi nýsköpun hefur fengið frá hinu opinbera. Á meðan hundruðum milljóna er varið í að markaðssetja íslenskar afurðir erlendis, þá sést lítið af fjármagni fara í þróun á þessu sviði. En kannski að þetta sé að breytast. Áhersla er nú lögð á að fá hingað hátæknifyrirtæki. Þó ekki nema til þess að reka hér netþjónabú. Slíkt ætti að kalla á aukinn kraft innan menntakerfisins í þjálfun á starfsfólki fyrir þessi fyrirtæki. Hvort við munum einhvern tíma eignast okkar kísildal skal ósagt látið. En það má vona. En hvað er góð vefhönnun? Fagmennska á sviði vefhönnunar er vanmetin Nýsköpun á þessu sviði hér á landi er lítil Góð hönnun er góð fyrir lífið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.