Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Side 68

Tölvumál - 01.02.2008, Side 68
6 8 | T Ö L V U M Á L Umfjöllun um faghópa Draumavinnustaðurinn Þann 20. nóvember síðast liðinn hélt félagið skemmtilegan fund undir yfirskriftinni „Draumavinnustaðurinn og bestu leiðir til að leysa verkefni“. Umræðustjórn var í höndum Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og kom hún með ýmis ný sjónarhorn og fróðleik inn í fjörugar umræður fundarmanna. Umræðan snerist um vinnustaðinn og hvaða hlutir það væru sem starfsmenn kunna sérstaklega að meta. Hvort það væri til dæmis munur á því hvað konur og karlar kunna að meta í vinnustaðamenningu eða almennum aðbúnað á vinnustað. En hvað er það sem laðar starfsmenn að og fær þá til að vilja halda áfram að starfa hjá viðkomandi fyrirtæki? Nokkrir þættir virðast skipta hér mestu máli: Virðing í garð starfsmanns, það að finna að vinnan sé einhvers metin, aðbúnaður á vinnustað, menning fyrirtækis, fjölbreytt og skemmtileg verk­ efni, hóflegur vinnutími, almennt góð stjórnun og starfsmannastjórnun, jákvætt viðmót, stuðningur yfirmanna og samstarfsmanna, möguleikinn til að geta haft áhrif og/eða þróað sig í starfi með krefjandi verkefnum eða frekari menntun, góður starfsandi og eining innan fyrirtækisins ásamt því að geta verið stoltur af bæði fyrirtækinu og því sem maður er að gera. Óhóflegur vinnutími til lengri tíma, illa skipulagðir verkferlar, lítil sem engin starfsmannastjórnun, óskýrar línur og reglur, óljós skilaboð og þar með lítil virðing í garð starfsmanna er ekki til þess fallið að laða að og halda í góða starfsmenn. Eitt atriði virðist gegna sífellt stærra hlutverki í þessu samhengi, en það er vinnustaðamenning fyrirtækisins. Ræddu UT­konur hversu mismunandi hún er milli fyrirtækja og hvernig ýmist er um að ræða karllæga eða fjöl­ skylduvæna menningu. Svör við eftirfarandi spurningum þóttu gefa ákveðnar vísbendingar þar um: • Eru makar ætíð með þegar eitthvað er gert eða er verið að bjóða upp á makalaus vinnustaðapartý? • Eru dart, billjardborð og boxpúði það helsta sem starfsmönnum er boðið upp á sem „afþreyingu“ ? • Finnst sumum starfsmönnum þægilegt að „trappa sig niður“ í vinnu frá klukkan fjögur til sjö? vera í rólegheitum að vinna og spjalla og jafnvel panta pizzu og koma svo heim þegar búið er að svæfa börnin og allt yfirstaðið þar? Fram kom á fundinum að fjölskylduvæn starfsmannastefna er nokkuð sem bæði karlar og konur kunna í vaxandi mæli að meta, en konur leggja þó mun meiri áherslu á þennan þátt. Jafnvægi vinnu og einkalífs, sveigjanlegur vinnutími, átta tíma vinnudagur og lítil sem engin yfirvinna er meðal þess sem margir nefndu. Gott vinnuumhverfi, stuðningur frá vinnufélögum og stjórnendum, að vel sé tekið á móti starfsmönnum og vel hlúð að þeim almennt eru einnig atriði sem starfsmenn kunna vel að meta. Vinnutíminn skiptir misjafnlega miklu máli fyrir fólk, eftir því á hvaða aldri viðkomandi er, á hvaða aldri börnin eru og aðrir persónulegir hagir. Öll viljum við að okkur líði vel í vinnunni. Ánægður starfsmaður sem er stoltur af starfi sínu og fyrirtækinu er verðmætur starfsmaður sem skilar betri vinnu, auknum afköstum og er þannig fyrirtækinu góð auglýsing. UT­konur Félag UT­kvenna hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum síðan það var stofnað, s.s. fræðslu­og skemmtikvöldum ásamt morgunverðarfundum þar sem haldin hafa verið fróðleg erindi. Eitt af megin markmiðum félagsins er að efla áhuga ungmenna á námi og störfum sem tengjast tölvunarfræði og upplýsingatækni, með sérstakri áherslu á stúlkur. Vorið 2007 gaf félagið út bækling sem sendur var til allra 15 og 18 ára stúlkna á landinu, þar sem kostirnir við nám og störf í upplýsingatækni eru kynntir. Bæklinginn má nálgast á PDF formi á heimasíðu félagsins, á slóðinni www.utkonur.wordpress.com, en þar má einnig finna ýmsar upplýsingar og greinar sem ritaðar hafa verið um konur og upplýsingatækni. Þóra Halldórsdóttir formaður Félags kvenna í upplýsingatækni Meðal markmiða félagsins er að vera vettvangur skoðanaskipta og skapa umræður um mál sem konum finnst skipta máli hverju sinni Draumavinnustaðurinn og bestu leiðir til að leysa verkefni UT-Konur, félag kvenna í upplýsingatækni, hóf sitt 3ja starfsár í haust. Meðal markmiða félagsins er að vera vettvangur skoðanaskipta og skapa umræður um mál sem konum finnst skipta máli hverju sinni.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.