Tölvumál


Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 79

Tölvumál - 01.02.2008, Qupperneq 79
T Ö L V U M Á L | 7 9 Hægt er að komast á netið næstum hvar sem er með nýjustu farsímum, lófatölvum, tónlistarspilurum og lófatækum leikjatölvum. Meðfærileikinn er á kostnað skjástærðar og möguleika við innslátt sem aftur mótar raunhæfa notkunarmöguleika. 20. nóvember Hugbúnaðargerð á krossgötum var yfirskrift árlegrar hugbúnaðarráðstefnu Ský þar sem fjallað var um áskoranir í starfsumhverfi hugbúnaðargeirans og nýjungar í aðferðafræði. Fjallað var um mannekluna í upplýsinga­ tæknigeiranum og reynt að varpa ljósi á umfang vandans og hvernig á að bregðast við honum. Einnig var fjallað um mismunandi aðferðir til að leysa stór og smá verkefni í hugbúnaðargerð, um sívaxandi kröfur sem gerðar eru til öryggis í hugbúnaðarþróun og þá þróun í vefþjónustu sem gerir æ auðveldara að samhæfa og tengja ólík kerfi. 20.nóvember Félag kvenna í upplýsingatækni hélt umræðufund á Grand þar sem rætt var um draumavinnustaðinn og bestu leiðir við að leysa verkefni. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir á rannsóknarstofu í vinnuvernd og dósent við HÍ stýrði umræðum. 29. nóvember Upplýsingatækni og öryggi sjúklinga var yfirskrift ráðstefnu Fókus sem var haldin á Hótel Loftleiðum. Fjallað var um mikilvægi upplýsingatækni fyrir öryggi sjúklinga út frá klínísku og tæknilegu sjónarhorni. 29. nóvember Ársfundur Fókus, félags um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu var haldinn í kjölfar heilbrigðisráðstefnunnar. 6. desember Jólaráðstefna Ský var haldin á Hilton Reykjavík Nordica og fjallaði um umbreytingu Internetsins þar sem gengið var út frá því sem forsendu að framtíðin beri með sér margföldun á umferð um Internetið og kröfur muni aukast um tryggð gæði og hnökralausa notkun. Það sem hefur einkennt þróun Netsins undanfarið er mikil aukning nýrrar bandbreiddar­krefjandi þjónustu og stóraukin hlutdeild almennings og er áætlað að svokallað „innihald“ Netsins tvöfaldist núna á 18 mánaða fresti. 13. desember Fjölmennur hádegisfundur var haldinn á Grand Hótel Reykjavík þar sem kynntar voru niðurstöður úr úttekt sem Sjá ehf vann fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn bar yfirskriftina Hvað er spunnið í opinbera vefi 2007? Markmiðið með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði á vefjum ríkis og sveitarfélaga en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Sams konar úttekt var gerð árið 2005 og áhugavert að skoða hvaða breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Frekari upplýsingar um atburðina og glærukynningar fyrirlesara er að finna á vef Ský www.sky.is undir Ráðstefnuvefur ­ Liðnir atburðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.