Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 2
Forsíðumyndina gerði Ingunn Eydal og nefnir Lesið milli lína.
Ingunn fæddist 1942 í Stokkhólmi en ólst upp í Reykjavík. Eftir þriggja ára
nám í Háskóla íslands þar sem hún nam fyrst landafræði og svo viðskiptafræði
fór hún í Myndlista- og handíðaskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1976.
Ingunn hefur haldið ellefu einkasýningar, sex hér heima, þrjár í Svíþjóð, eina
í Noregi og eina í Finnlandi. Auk þess hefur hún tekið þátt í um það bil 130
samsýningum víðs vegar um heim, þar á meðal á öllum Norðurlöndunum, í
Þýskalandi, Belgíu, írlandi, Frakklandi, Ítalíu, Luxemborg, Spáni, Litháen,
Úkraínu, Indlandi, Kína, Póllandi og Bandaríkjunum, svo og oftsinnis hér
heima.
Hún hefur tvisvar fengið verðlaun á alþjóðlegum sýningum. í bæði skiptin á
biennalnum Impreza í Úkraínu, 1989 (þar sem Lesið milli lína var verðlaunuð
ásamt fleiri myndum) og 1991. Auk þess í grafíksamkeppni íþróttasambands
íslands 1989. Hún var kosin borgarlistamaður 1983. Listatímaritið Cajé Existens
kynnti Ingunni sérstaklega með fjölda mynda fyrir nokkrum árum.
Verk Ingunnar er víðs vegar að finna í opinberri eigu í Finnlandi, Svíþjóð,
Danmörku, Bandaríkjunum og Úkraínu. Á íslandi eru verk eftir hana í Lista-
safni Háskóla íslands, fjármálaráðuneytinu, Norræna húsinu, Listasafni ASÍ,
Fjölbrautarskóla Akraness, og Reykjavíkurborg á einnig verk eftir hana.
TIMARIT ÞYÐENDA
Nóvember 1994 — ISSN 1024-0454 — Ritnefnd: Franz Gíslason, Ingibjörg
Haraldsdótlir, Jóhanna Þráinsdóttir—Útlit og umbrot: Næst hf — Prentun: Prentsmiðja
Árna Valdimarssonar — Útgefandi: Ormstunga hf, Austurströnd 3, Seltjarnarnesi —
Áskriftarverð: 900 kr. — Lausasöluverð: 1200 kr.
2
á - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994