Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 31

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 31
komu að mikilli sléttu sem hlaut vökvun sína úr smálækjum, er undu sig niður grænar hlíðar Við rætur fells, langt í norðri, stóð gríðarstórt mannvirki með tveim dumbrauðum hliðum. Á milli laufa hárra trjánna sem skyggðu á múrinn umhverfis, mátti fyrir innan greina kastala með veröndum og göngum í undursamlegum litum. Eldfuglar, trönur, fashanar og margs konar aðrir fuglar sveimuðu yfir trjá- krónunum og smigu í fullkomnum samhljómi. Þegai’ þeir nálguðust mannvirk- ið angaði loftíð af brönugrösum og kanil. Yi-fang var orðinn gjörsamlegalega ringlaður og hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur. Skyndilega benti þrællinn á kastalann og sagði: „Þetta eru híbýli herra Changs.“ Yi-fang fannst hann vera að vakna af draumi. Þegar þeir komu að hliðinu heilsaði maður í purpuralitum klæðum Yi-fang og fylgdi honum til stofu. Hún var búin legubekkjum úr jaði, bronsborðum og hægindastólum úr valhnotuviði. Öll voru húsgögnin samkvæmt gamalgróinni hefð. Er hann stóð og dáðist að fögru munstri gluggatjaldanna og dásamlegu myndverkunum á veggjunum, heyrði hann hljóm í skrautbjöllum nálgast úr fjarska. Tvær bláklæddar þjónustustúlkur birtust og buðu hann velkominn. Önnur hélt á gullnu fati með vatni og handþurrku svo hann gæti laugað andlit sitt og hendur. Hin bar honum grænt te í silfurbolla. Um leið og Yi-fang hafði lokið við að þvo sér sá hann tólf aðrar fagrar meyjar koma inn í stofuna. Þær gengu inn tvær í senn að gluggunum beggja vegna, og tóku sér síðan stöðu sín til hvorrar handar við þá líkt og þær undirbyggju komu einhvers. Brátt birtist Chang Lao. Hann var með ferstrendan hatt, í rauðri skikkju og svörtum silkiskóm. Framkoma hans var svo þokkafulf og virðuleg, að Yi-fang gat varla trúað því, að þetta væri sami garðyrkjumaðurinn og búið hafði í nágrenni hans fyrir mörgum árum. - Hann virtist hafa yngst með árunum. Um leið og ein stúlknanna tiikynnti komu Yi-fangs, bauð Chang Lao hann velkominn. „Hvernig líður yður, bróðir, og ætt yðar? Systir yðar og ég hugsum oft til yðar allra og um hvernig yður vegni í hinum mannlega heimi sem hlaðinn er striti og áhyggjum; þeirri veröld, er fengið getur fólk til þess að finnast það vera umlukið eldi og að það fái aldrei kælst. Við skiljum ekki hvernig yður tekst að halda jafnaðargeði og innri friði. Eins og þér sjáið, bróðir, er þessi veröld allt öðruvísi. Hér getið þér notið dálítillar tilbreytingar frá daglegu lífi um stund... Gjörið svo vel að fá yður sæti... Systir yðar er að greiða hár sitt. Hún kemur eflir andartak. “ Þegar ein þjónustustúlkan tilkynnti að húsmóðir hennar hefði lokið snyrtingu sinni, var Yi-fang fylgt í innri stofu til þess að hitta systur sína. Frú Chang var svo fagurlega búin að bróðir hennar þekkti hana aðeins með naumindum. Hár hennar var sett upp í skrautgreiðslu og í það var nælt eldfugli úr jaði. Þetta var að vorlagi svo hún var í ljósgrænum kufii, sem í voru saumuð plómublóm, og í pilsi úr hvítu silki. Hörund hennar virtist gagnsætt. Árin höfðu áJffiœýtÁlá - LESIÐ MILLI LÍNA 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.