Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 20

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 20
hinna erlendu texta. Flestar þær þýðingar sem á annað borð þrífast lifa sínu lífi í nýjum menningarheimi án tiltakanlegra „afskipta“ frumtextans. En ætli menn að mela verkið bœði sem sjálfstætt ritverk og sem þýðingu erlends verks er hugsanlegt að afstaða þeirra „klofni“, eins og gerðist þegar íslandsvinurinn Rasmus Christian Rask skrifaði ritdóm um Paradísarmissi Jóns. Hann taldi verkið verulega gallað sem þýðingu — ekki síst vegna hættuferðar þess um millimál — en sem „sjálfstætt listaverk“ áleit hann það stórfenglegt.25 En jafnframt er hætt við að slíkur klofningur orsakist af of þröngu sjónarmiði á „reglur“ þýðinga, á kostnað þess heildarsamræmis sem þýðing kann að byggja á, jafnvel þótt hún gefi sér umtalsvert „frelsi“ (sem ljóðaþýðingar gera oft). X Þeir sem hyggjast kanna sjálft þýðingarferlið sem býr að baki slíkum þýðingum, verða að sjálfsögðu að finna þá millitexta sem um er að ræða og reyna að rekja merkingarslóðina og sýna hvaða krókaleiðir og hugsanlega villigötur lágu í gegnum millimálið. Hins vegar er því ekkert til fyrirstöðu að rýnandi stundi samanburð á hinum upphaflega frumtexta og hinni endanlegu þýðingu án tillits til millitextans. Markmið lians er þá ef til vill að kanna hvernig merkingarheimar verkanna virki með hliðsjón hvor af öðrum. Hver sá sem virðir fyrir sér ljóðlínur Miltons og Jóns, hlið við hlið, hrekkur í fyrstu við, vegna þess að bragformi frumtextans hefur verið gersamlega umbylt. En þessi athugun á mun leiðir okkur síðan til að spyrjast íyrir um hefð. Rviða Miltons er ort á stakhendu, sem á sautjándu öld var orðinn virtasti bragarháttur enskrar tungu, ekki síst vegna þess að hann er leikljóðaháttur Shakespeares. Jafnframt var Milton að leitast við að endurskapa í krislinni nútímamynd hina miklu söguljóðahefð sem til hans var kominn frá Hómer og Virgli — og má víða sjá ummerki þeirrar glímu í verkinu.26 Jón Þorláksson vinnur sömuleiðis að endurvinnslu hefða, um leið og hann er þó að yrkja fyrsta stóra söguljóð (,,epos“) íslenskrar lungu. Hann getur í raun sagt með enn betri samvisku en Milton að hann vogi sér „með háu fiugi / að efni því, / er enginn hefur / hingað til viðreynt / hugar krafta / ljóðum í / eða lausri ræðu.“ (s. 1). Með því að flytja ljóðið yfir á fornyrðislag er hann að skírskota til fornrar íslenskrar hefðar og nýta sér hana líkt og Renedikt Gröndal hafði gert áður (eins og fram hefur komið, bendir Jón Helgason á að Benedikt hafi liugsanlega sótt þá hugmynd til samtímaútgáfu á eddukvæðunum). Jafnframt því endurskapar Jón þennan bragarhátt. Oft hefur verið bent á hversu aðþrengdur hann sé í fornyrðislaginu, en kannski voru það einmitt þær skorður sem örvuðu hann til endursköpunar á samspili ljóðlína, setninga og málsgreina. Þannig fann hann mismunandi tjáningarleiðir, og gat oft skapað samfellda hrynjandi í málsgreina- og myndsmíð um leið og hann slakaði á spennu hinnar fornu ljóðlínu. Þetta gerir hann til dæmis í þeim kunnu línum sem birtast annars staðar í þessu tímariti: „Blíður er árblær / blíð er dags koma / [...]“, línum sem opinbera hvílíkur aflvaki rómantískrar ljóðlistar þessi 25 Ritdómur Rasks birtist í Literatur bladet, no. 20,1829. Ég styðst hér við tilvitnanir í riti Richards Beck, Jón Þorláksson: Icelandic Translator of Pope and Milton (Studia Islandica 16), Reykjavík 1957, s. 46. 26 Sbr. gagnlega bók G.K. llunter, Paradise Lost, George Allen & Unwin, London 1980. á - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.