Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 12

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 12
tilvikum er gengið út frá því að hin þjóðlega íslenska bókmenntasaga sé ótrufluð af „annarlegri næringu“, svo notað sé orðalag Gríms. Auðvitað nefna sumir skáldskapartengsl við útlönd, en dæmigert má telja að eftir að Sigurður Nordal hefur getið þess að Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson haíl notið „erlendra áhrifa“, þá segir að þeir njóti „ekki síður hins, að þeir finna brátt hinar íslenzku frumlindir og taka þær fram yfir útlenda rómantík. En það gátu þeir því aðeins, að lifandi bókmenntir þjóðarinnar, sem þeir voru aldir upp við, voru í óslitnu sambandi við kveðskap 9. og 10. aldar.“2 í rauninni er mjög eðlilegt að svo sé skrifað þegar komið er fram á tuttugustu öld, því á rómantíska skeiðinu hafði markvisst verið unnið að „nálægð“ fornbók- menntanna í hinni þjóðlegu bókmenntasögu — en söguvitundin sem býr að baki henni er jafnframt í örri mótun á öðrum fjórðungi nítjándu aldar. Um það leyti er Grímur skrifar fyrirlestur sinn er hún að segja má fullmótuð og hefur fylgt okkur alla tíð síðan, heil og ósködduð mynd sem varpað er á vegg fortíðar. Hún leiðir til þess, að því er mér sýnist, að íslenskar fornbókmennntir eru miklu rúmfrekari í bókmenntavitund þjóðarinnar, og búa yfir meiri „nálægð“, á 19. og 20. öld, en þær gerðu aldirnar á undan. Þegar ég nota hugtakið „þjóðleg bókmenntasaga" á ég við sögu um sögu, enda á maður líklega ekki aðgang að neinu samfelldu bókmenntalífi nema í „sögulegu“ formi um það líf. Hin skráða bókmenntasaga snýst oftar en ekki um það að koma stað og tíma heim og saman, með því átaki sem lil þarf. Það átak felst í afmörkun hejðar. Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm hefur bent á að í umfjöllun um hefðir verði að greina á milli „styrks og sveigjanleika raunverulegrar hefðar" og virkni hinnar „tilbúnu hefðar“, því hefðir sem virðast vísa langt aflur í tímann séu stundum fremur nýlegur tilbúningur. Það getur hins vegar orðið erfitt að stunda slíka aðgreiningu þegar um meint „þjóðleg“ einkenni er að ræða, því eins og Hobsbawm hefur sjálfur rækilega útlistað er „þjóð“ í nútímaskilningi þess hugtaks fremur nýleg söguleg „uppfinning“.3 „Þjóð“ er „ímyndað pólitískt samfélag“ , eins og bandaríski fræðimaðurinn Benedict Anderson segir, og sú ímyndun helgar þjóðinni stað og skapar henni vissa tímaskynjun, „einsleitan og holan tíma“, eins og best megi sjá á fléttu hinnar hefðbundnu skáldsögu og á inntaki dagblaða, en þetta voru einmitt áhrifamestu íjölmiðlarnir á því skeiði er nútímaþjóðin varð til; þessir miðlar virðast búa yfir veraldlegri vídd (sem kalla mætti sam-tíma) sem í senn afmarkar og samtengir atburði og einstaklmga er ekki lúta guðdóm- legri forsjá.4 2 Sigurður Nordal, „Samhengið í íslenzkum bókmenntum", íslenzk lestrarbók 1400- 1900, ritstj. Sigurður Nordal, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík 1924, s. XXV. 5 Eric Hobsbawm, „Introduction: Inventing Tradition", í The lnvention oj Tradition, ritstj. E. Hobsbawm ogT. Ranger, Cambridge University Press, Cambridge 1983, s. 1- 14 (bein tilv. s. 8). Sbr. bók Hobsbawms, Nations and Nationalism Since 1780: Pro- gramme, Mylh, Realily, Cambridge University Press, Cambridge 1990. 4 Benedict Anderson, Imagined Communities: Rejlections on the Origin and Spread oj Nationalism (revised edition), Verso, London og New York 1991, s. 6 og 22 o.áfr. á- JSæýfJjá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.