Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 15

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 15
hið „erfiða“ tímabil frá fjórtándu öld fram á þá átjándu, þá eru Biblíuþýðingar lykiltextar, hvort sem litið er svo á að Biblíuþýðingar Odds Gottskáikssonar og Guðbrands Þorlákssonar á sextándu öld haíi bjargað íslensku máli eða ekki.10 Enn er margt ókannað í textatengslum íslenskrar Biblíu og annarra bókmenntatexta, auk þess sem hérlend menningarvitund er gjarnan mjög lokuð fyrir sögulegri stöðu Biblíunnar sjálfrar sem íslensks bókmenntatexta. Bókmenntasaga kemst líklega aldrei hjá því að vera undir ákveðinni „skipan orðræðunnar11, stýrimennsku sem ákvarðar hvað teljist til bókmennta, hverjir séu meginfarvegir þeirra og höfuðverk, og jafnframt hverju sé ýtt til hliðar vegna þess að það er ekki merkingarbært í þeirri sögu sem segja skal.11 í riti um þjóðir og þjóðernishyggju víkur áðurnefndur Eric Hobsbawm að því hvernig ákveðnir aðilar taki að sér að „leiðrétta“ og „staðla“ bókmenntasögu hvers menningarsamfélags; slíkt gerist fljótlega eftir að prentmenning hefur haldið innreið sína.12 Ekki veit ég hversu sannferðugt væri að benda á tiltekna einstaklinga sem unnu að sköpun þeirrar rómantísku bókmenntavitundar sem okkur hefur þótt „eðlileg" vel á aðra öld (auðvitað koma sumir þeirra strax upp í hugann), en vissulega væri hægt að kortleggja með dæmum hvernig fornbókmenntirnar verða að umfaðmandi og óhjákvæmilegri nálægð í menningunni. Svo mikið er víst að þær voru það ekki þegar nýtt líf færðist í bókmenntaiðju á íslandi síðla á átjándu öld. V Telja má að nýtt upphaf markist í íslenskri bókmenntaiðju þegar gangsett er prentsmiðja sem sinnir útgáfu veraldlegra bókmennta. Þegar Ólafur nokkur Ólafsson (Olavius) ræðst í að koma upp prentsmiðju í Hrappsey á Breiðafirði árið 1775 styrkjast forsendur fyi’ir íslenska bókmenntamenn að ná í skottið á þeirri þróun sem átt hafði sér stað á öldinni suður í álfu. Þar höfðu veraldlegar bókmenntir í raun „orðið til“ eða endurskipast á grundvelli vaxandi borgara- legs markaðar og bókmenntaumræðu á almennum vettvangi. Tímarit gegndu mikilvægu hlutverki í þeirri umræðu13 og gildir það einnig um ísland, þótt markaðurinn hafi verið lítill og dreifður. Þau íslensku tímarit sem út komu fyrir aldamótin voru málgögn upplýsingarmanna sem einsettu sér að stórefla almenna menntun í landinu.___________________________________________________ 10 Sbr. Þóri Óskarsson, „Sundurgreinilegar tungur. Um mál og stíl Nýja testamentis Odds Gottskdlkssonar", Biblíuþýðingar í sögu og samtíð (Studia theologica islandica 4), ritstj. Gunnlaugur A. Jónsson, Guðfræðistofnun Háskóla fslands 1990, bls. 205. Þar bendir Þórir á að sennilega hafi Jón Helgason verið „fyrstur manna til að draga í efa hugmyndina um að danskar guðsorðabækur hefðu flætt yfir þjóðina og danska þar með orðið opinbert mál íslenskrar kirkju ef ekki hefði komið til þýðingar Oddds.“ 11 Hugtakið „skipan orðræðurnnar" er sótt í samnefnda ritgerð Michel Foucault sem birtist í íslenskri þýðingu Gunnars Harðarsonar í Sporum íbókmennlafrœði 20. aldar, ritstjórn Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Bók- menntafræðistofnun Háskóla íslands 1991, s. 191-226. 12 E.J. Hobsl)a\vin, Nations and Nationalism Since 1780 (sbr. neðanmálsgr. 3), s. 61 („[...] the great correctors and standardizers who apppear in the literary history of every culture-language, at all events after the emergence of the printed book.“ ). 15 Sjá til dæmis Terry Eagleton, The Function o/Criticism: From The Spectator to Post- Structuralism, Verso, London 1984, s. 17 og víðar. á - LESIÐ MILLI LI'NA 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.