Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 97

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 97
Kostís Palamas Tvær sögur Aðkomumaðurinn Maður úr annarri sveit kom til þorps. Þorpið lá á botni dalverpis. Allt í kring voru brattar fjallshlíðar, veggir á ljósgrænu fangelsi. Og maðurinn sagði við þorpsbúa: — Mikið er hann fagur og stór, heimurinn í kringum ykkur! Og þorpsbúar svöruðu honum: — Já, sannarlega er hann það! Við erum umgirtir grænku á alla vegu. Og fjöll eigum við, ijöllin okkar! Við eigum líka olífuekrur sem eru lífsbjörg okkar. Þarna uppfrá, við íjallsræturnar, komum við saman tvisvar, þrisvar á ári til að halda dýrlegar hátíðir og gera okkur dagamun. Við liggjum í skugga pílviðartrjánna. Við fléttum og berum myrtukransa. Fagurgrænt gróðurbelti umlykur okkur vetur sem vor. Þegar við erum ekki að yrkja jörðina, njótum við þess að liorfa á það út um gluggann. En maðurinn sagði við þá: — Það sem ég átti við var ekki þetta. Heimurinn í kringum ykkur er stór og fagur, en enginn fær notið hans út um gluggann, vinir. Farið því og gangið á ijöll, farið fram hjá mótstaðnum ykkar við rætur fjallsins og klífið upp hærra og hærra, þar til þið hafið náð upp á efsta tindinn. Og þegar þangað er komið, mun ykkur opnast útsýni til allra átta, niður í dalinn og yfir undirlendið, móti víðáttunni sem þið livorki fáið séð né eignast út um gluggann. Himnar og höf, litir og ljós, náttúrunnar ríki eitt og óskipt blasir við sýn. Og þá munuð þið, neðst neðst niðri, á afskekktum stað, koma auga á agnarsmáan hvítan blett með dökkgrænni rák í kring: Það verður þá þorpið ykkar í dalverpinu sínu. En þá fyrst, er þið eygið það úr fjarska sem eitthvað örsmált og framandi, sem eitthvað fjarlægt, þá fyrst, er þið skoðið það í samhengi við allt annað, sem eitthvað lifandi og lífrænt, eins og litríka mynd í umgjörð, mynd sem í smæð sinni tapar engu af fegurð, þá fyrst, vinir, þegar ykkur verður fjós smæð þess, þá munuð þið finna til enn dýpri ástar á þorpinu ykkar. Því þá munuð þið skilja að ættjörð ykkar getur ekki þrifist ein sér, að ættjörð ykkar er nátengd öðrum perlum í meni heimsins, að hún er órofaþáttur í heildinni. í samanburði við átthagaást, sem er rígbundin við sitt næsta nágrenni og leitar ekki lengra, er ólíkt fyllri og dýpri sú ást sem skilur ekki ættjörðina frá heiminum. Það er ást sem elskar ekki út um kjallaraglugga, það er ást af tindum ofan. Orð mannsins kvisuðust út. Þau bárust frá munni til rnunns, og þar sem þau voru torskilin vesalings þorpsbúum, breyttust þau í meðförum og tóku á sig nýja mynd. Frá munni til munns bárust þau, uns þau loks komu til eyrna sveitarhöfðingjans sem leit á þorpið sem eign sína og þorpsbúa sem þegna sína. Og sveitarhöfðinginn hugsaði með sjálfum sér: jfal á&œýráá - LESIÐ MILLI LÍNA 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.