Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 97
Kostís Palamas
Tvær sögur
Aðkomumaðurinn
Maður úr annarri sveit kom til þorps.
Þorpið lá á botni dalverpis. Allt í kring voru brattar fjallshlíðar, veggir á
ljósgrænu fangelsi.
Og maðurinn sagði við þorpsbúa:
— Mikið er hann fagur og stór, heimurinn í kringum ykkur!
Og þorpsbúar svöruðu honum:
— Já, sannarlega er hann það! Við erum umgirtir grænku á alla vegu. Og
fjöll eigum við, ijöllin okkar! Við eigum líka olífuekrur sem eru lífsbjörg okkar.
Þarna uppfrá, við íjallsræturnar, komum við saman tvisvar, þrisvar á ári til að
halda dýrlegar hátíðir og gera okkur dagamun. Við liggjum í skugga
pílviðartrjánna. Við fléttum og berum myrtukransa. Fagurgrænt gróðurbelti
umlykur okkur vetur sem vor. Þegar við erum ekki að yrkja jörðina, njótum
við þess að liorfa á það út um gluggann.
En maðurinn sagði við þá:
— Það sem ég átti við var ekki þetta. Heimurinn í kringum ykkur er stór og
fagur, en enginn fær notið hans út um gluggann, vinir.
Farið því og gangið á ijöll, farið fram hjá mótstaðnum ykkar við rætur
fjallsins og klífið upp hærra og hærra, þar til þið hafið náð upp á efsta tindinn.
Og þegar þangað er komið, mun ykkur opnast útsýni til allra átta, niður í
dalinn og yfir undirlendið, móti víðáttunni sem þið livorki fáið séð né eignast
út um gluggann. Himnar og höf, litir og ljós, náttúrunnar ríki eitt og óskipt
blasir við sýn. Og þá munuð þið, neðst neðst niðri, á afskekktum stað, koma
auga á agnarsmáan hvítan blett með dökkgrænni rák í kring: Það verður þá
þorpið ykkar í dalverpinu sínu. En þá fyrst, er þið eygið það úr fjarska sem
eitthvað örsmált og framandi, sem eitthvað fjarlægt, þá fyrst, er þið skoðið
það í samhengi við allt annað, sem eitthvað lifandi og lífrænt, eins og litríka
mynd í umgjörð, mynd sem í smæð sinni tapar engu af fegurð, þá fyrst, vinir,
þegar ykkur verður fjós smæð þess, þá munuð þið finna til enn dýpri ástar á
þorpinu ykkar. Því þá munuð þið skilja að ættjörð ykkar getur ekki þrifist ein
sér, að ættjörð ykkar er nátengd öðrum perlum í meni heimsins, að hún er
órofaþáttur í heildinni. í samanburði við átthagaást, sem er rígbundin við sitt
næsta nágrenni og leitar ekki lengra, er ólíkt fyllri og dýpri sú ást sem skilur
ekki ættjörðina frá heiminum. Það er ást sem elskar ekki út um kjallaraglugga,
það er ást af tindum ofan.
Orð mannsins kvisuðust út. Þau bárust frá munni til rnunns, og þar sem
þau voru torskilin vesalings þorpsbúum, breyttust þau í meðförum og tóku á
sig nýja mynd. Frá munni til munns bárust þau, uns þau loks komu til eyrna
sveitarhöfðingjans sem leit á þorpið sem eign sína og þorpsbúa sem þegna
sína. Og sveitarhöfðinginn hugsaði með sjálfum sér:
jfal á&œýráá - LESIÐ MILLI LÍNA
97