Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 13

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 13
III íslendingar áttu hvorki dagblöð né skáldsögur en fundu annarskonar vídd — sem jafnframt hefur á sér goðsögulegan blæ — í bókmenntaaríi sínum og því tungumáli sem tengdi hann rækilega við samtímann og varð jafnframt sameiningarvettvangur eyjarskeggja; málið varð að eyju og hið sama má segja um ríkjandi þjóðernis- og bókmenntavitund. Hinsvegar er þetta ekki að öllu leyti sama eyjan. Hugmyndir um þjóðlega, staðbundna eða „innlenda“ merkingu falla aldrei fyllilega saman við þá merkingu sem tungumálið ber eða er fært um að bera. Þegar að er gáð eru hvarvebia spor erlendrar merkingar í málinu, eins og gleggst sést í þýðingum. Útilokun þýðinga varð eitt megin- einkenni hinnar „þjóðlegu bókmenntasögu“, hvort sem um var að ræða skráningu hennar í frásagnarformi eða samsetningu safnrita. Þegar Bogi Melsteð tók saman Sýnisbók íslenzkra bókmennta á 19. öld fyrir rúmum hundrað árum birti liann fjölmarga texta í bundnu og óbundnu máli frá Bjarna Thorarensen til Hannesar Hafstein. Bogi er allopinskár í formála sínum er hann ræðir um verk sem lítt hafa komist á blað hjá sér. Hann segir meðal annars: „Kvennfólk vort hefur eigi tekið mikinn þátt í bókmenntum vorum, sem varla er von, en af því nokkrar þeirra hafa látið ljóðmæli og skáldrit frá sjer fara, vildi ég taka eitthvað eftir einhverja þeirra.“ í samræmi við það birtir hann þrjár síður úr skáldsögunni Brynjólfi Sveinssyni biskup eftir Torfiiildi Hólm. Þetta er nokkuð skýrt dæmi um fordóma sem leita sér skjóls í „fjarvistun“ (,,alibi“), það er að segja útilokun sem klórað er yíir með því að velja staka „fulltrúa“ tiltekins hóps („eitthvað eftir einhverja“).5 Hið sama gerist með þýðingar (enda er endursköpunarhlutverk þeirra oft sett undir kvenleg formerki, þótt ekki gefist rúm til að ræða það nánar hér). „Þýðingar hef jeg engar tekið“, skrifar Bogi, „með því að jeg ætla, að það eigi ekki við í þess konar ritum. Þó hef jeg brugðið frá þessari reglu, þar sem jeg hef tekið sýnishorn af þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á kvæðum Hórners" og eru það fjórar síður.6 Hér að framan var minnst á ritgerð Sigurðar Nordals, „Samhengið í íslenzkum bókmenntum", en hún birtist sem inngangur að íslenzkri lestrarbók 1400-1900 (1924). Jafnframt birtist það „samhengi“ í textavaii Sigurðar. í þýðingarvali er hann ekki óskyldur Boga Melsteð; auk örstuttra dæma úrNýja testamenti Odds Gottskálkssonar (l'/2s.) birtir hann eingöngu stuttan kafla (2'/2s.) úr þýðingu Sveinbjarnar á Ilíonskviðu (en „fulltrúi“ kvenna er hinsvegar 5 Helga Kress hefur manna mest fjallað um slíka fjarvistun kvenna í íslenskum bókmenntaheimi, sbr. formála hennar að sagnasafninu Draumur um veruleika, Mál og menning 1976 og nýlega bók hennar, Máttugar meyjar. íslenskfornbókmenntasaga, Háskólaútgáfan 1993. 6 Bogi Th. Melsteð, „Formáli“, Sýnisbók íslenzkra bókmennta á 19. öld, Kaupmannahöfn („Á kostnað bókaverzlunar Gyldendals") 1891, s. IX; fyrri tilvitnun af s. XII. Bogi vísar lesanda til aftanmálsgreinar á bls. 340, þar sem segir um Sveinbjörn: „með hinum ágætu þýðingum sínum vakti hann fegurðartilílnningu hjá mörgum lærisveinum fyrir íslenzku og má óhætt telja það hina mestu og beztu leiðbeiningu, sem piltar fengu þar í móðurmáli voru.“ Athyglisvert er, með hliðsjón af þeim landamærum innlendrar og erlendrar merk- ingar sem hér koma við sögu, að Bogi birtir í bókinni 10 síðna sagnfræðikafla eftir Pál Melsteð um Benjamin Fi-anklin og George Washington. á JSœyvúá - LESIÐMILLI LÍNA 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.