Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 100
Nú leið vikan, og hinn veglyndi en grandalausi Asoka konungur tók við
völdum á ný, og þá fyrst spurði hann handtöku síns hjartkæra sonar, Kúnala,
og að dómari hans væri enginn annar en hin heittelskaða eiginkona hans,
stjúpan.
Og þrátt fyrir grandaleysi sitt varð honunt þegar í stað ljóst, hvers vegna
drottningin hafði viljað fá völdin í sínar hendur, og í réttlátu hjarta sínu fann
hann sárt til með syni sínum, og sú kvöl kæfði með öllu ást hans á konu sinni,
drottningunni.
Og hann lagði svo fyrir að hinni illu stjúpmóður skyldi refsað á þann hátt
sem hún sjálf hafði gefið fordæmi fyrir, en fyrst lét hann leiða fyrir sig
blindingjann, son sinn, og féll fyrir fætur honum og bað hann fyrirgefningar
og sagði honum hvernig í öllu lá og hver það var sem í raun réttri hafði svipt
hann sjón.
En er Kúnala heyrði það, hrópaði hann með ákefð, en þó stilltur í bragði:
— Megi hún iifa farsæl, langær og alls megnug, hin ágæta drottning, móðir
mín, sem hefur gert mig svo sælan. Ó, konungur minn, tigni faðir, sjáðu aumur
á eiginkonu þinni. Það er engum lil vegsauka að lífláta konu. Sá sem kann að
fyrirgefa hlýtur þá mestu umbun sem dauðlegir menn mega njóta. Ó, herra
minn, engin dygð er meiri en umburðarlyndið. Konungur minn og faðir, vittu
það að allt mitt píslarvætti hefur ekki valdið mér neinum þjáningum. Til handa
konunni, sem svipti mig sjón, á hjarta mitt ekki annað en vorkunn. Ó, til að þú
sannfærist um það að orð mín eru mælt af heilum huga, megi ég þá líta ljós
sólarinnar aflur með mínum fyrri sjónum.
Og á samri stundu tóku augu Kúnala að ljóma á ný undir brúnum lians,
skærari en nokkru sinni fyrr.
Kristján Árnason íslenskaði
100
á jffiœpáiá - TÍMARIT hÝÐENDA 1994