Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 54

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Blaðsíða 54
„Vertu ekki hræddur!“ En maðurinn frá Gílan var hræddur. Það var djúp rödd lögregluþjónsins frá Baludj, sem barst honum út um skeggjaðan munninn, sem hræddi hann. „Ég hef líka verið ræningi, alveg eins og þú.“ Lögregluþjónninn frá Baludj sagði ekki meira, en hjartað í brjósti mannsins frá Gílan tók kipp. Svo var að heyra sem þeir grunuðu hann. „Ég hef verið ræningi eins og þú?“ — livað hann getur logið, þessi trúvillingur. Hann er bara að reyna að fá mann til að tala. Nú var röðin komin að lögregluþjóninum frá Baludj að hræðast ógnvekjandi þögnina. Hann hélt áfram tali sínu ennþá lægra rómi: „í morgun, við húsrann- sóknina, þegar ég leitaði í hrísgrjónahrauknum...“ Það heyrðist skrjáfur innan úr myrkrinu, eins og gripið hefði verið utan um tóbaksblöðin, sem héngu til þerris uppi undir þaki. „Hreyfðu þig ekki eða ég hleypi af!“ Rödd lögregluþjónsins frá Baludj nísti gegnum merg og bein, ógnandi. Maðurinn frá Gílan sá að hann miðaði á hann í myrkrinu. „Sestu! “ Bóndinn settist og hlustaði með athygli til að fara ekki á mis við neitt, sem lögregluþjónninn segði, þrátt fyrir hávaðann í rigningunni og storminum. „í hrísgrjónahrauknum — ertu að hlusta? — Inni í hrísgrjónahrauknum miðjum fann ég skammbyssu — skammbyssu sem þú getur líklega reiknað út hver á! Ég gaf enga skýrslu um hana, svo hún lenti ekki í röngurn höndum, og ég fer sjálfur með hana til yfirliðsforingjans. Þú veist líklega, að þeir verða örskjótir að festa þig upp í gálgann, ef upp kemst að þú eigir skammbyssu.“ Algjör þögn. Það var sem stormurinn þagnaði og gömul trén héldu niðri í sér andanum, og lágmælt rödd lögreglumannsins frá Baludj saxaði hávaðann, veinin og þytinn í vindinum úti fyrir. „Skilurðu það sem ég er að segja við þig? Vertu ekki hræddur við mig. Ég er líka alinn upp í sveit. Ég veit hvernig þér iíður. Við höfum mátt þola mikið óréttlæti af völdum höfðingjanna okkar. En látum það kyrrt Iiggja. Lögreglan er hvort sem er rniklu verri en höfðingjarnir. Ég var líka sjálfur ræningi um tíma. Ég hef sjálfur drepið jafnmarga og hárin á höfði þínu. Ég fór sjálfur í lögregluna til að verða ekki fyrir barðinu á þeim. Þú þarft því ekki að hræðast mig. Það væri ekki Guði þóknanlegt, að jafnungur maður og þú yrði fórnar- lamb, og það til einskis. Ég hef ekkert heyrt frá konu minni og börnum í meira en mánuð. Ég hef ekki sent þeim neinn pening. Væri það ekki fyrir þau, væri ég ekki staddur hér núna. Viltu að ég aíliendi þér skammbyssuna?11 Maðurinn frá Gílan tók andköf, hálsinn herptisl saman og hjartað hamraði í brjósti hans. Svitaperlur spruttu fram á enni lians. Ilann sá ógnandi andlit lögregluþjónsins frá Baludj fyrir sér í myrkrinu, og það jók á ótta hans. Hann var í vafa um, hvað til bragðs skyldi taka. Hann ætlaði að standa upp til að reyna að ná betur andanum. „Hreyfðu þig ekki! Ég held á byssunni þinni — með sjö kúlum í skothylkinu. Ilún er ekki skothæf — til þess þarf að spenna gikkinn. En auðvitað færðu byssuna þína aftur.“ Maðurinn frá Gílan þoldi ekki meira. „Þú lýgur! Ég fæ hana víst aldrei. Af 54 á .ffiœý/'lá - TÍMARIT hÝÐENDA 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.