Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 7
Skáldið á Bægisá sinnti lítið um stefnur og strauma í þjóðmálum hérlendis
eða erlendis. Það vekur óneitanlega nokkra undrun hversu sinnulaus hann
er um hræringar í menningarmálum á þeim árum þegar upplýsingartíminn
er að hefjast hér á landi. í einkalífl hans skorti þó hvorki átök né sviptingar.
Séra Jón var þó giaðiyndur og léttur á fæti, gamansamur og vinsæll. Besti
vitnisburðurinn í því efni eru stökur hans sem margar urðu iandfleygar.
Jón Þorláksson var prestssonur, fæddist í Selárdal fyrir 250 árum, 13.
desember árið 1744. Um æsku hans er lítið vitað en svo mikið er víst að
foreldrar hans fluttust úr Selárdal 1750 þegar faðir hans missti embættið fyrir
embættisafglöp. Jón sest í Skálholtsskóla 1760 og lýkur þar námi þrem árum
síðar með miklum sóma. Eftir það fékk hann starf hjá mesta valdamanni
landsins, amtmanninum á Leirá, Magnúsi Gíslasyni. Tengdasonur hans og
aðstoðarmaður var Ólafur Stefánsson faðir Magnúsar Stephensens sem mjög
kemur við sögu séra Jóns Þorlákssonar. Þegar amtmannssetrið var flutt að
Bessastöðum vorið 1766 fylgdi Jón húsbændum sínum, um haustið lést Magnús
en Ólafur tók við amtmannsembætti. Eftir fjögur góð og lærdómsrík ár í þessari
vist fór Jón að huga að brauði.
Hann fékk Saurbæjarþingaprestakall í Dalaprófastsdæmi sumarið 1768.
Tveim árum síðar missti hann kallið vegna barneignar með Jórunni Brynjólfs-
dóttur í Fagradal en faðir stúlkunnar meinaði þeim að eigast. Tvö næstu árin
er hann m.a. skrifari landlæknis og einnig kynnist hann séra Arna Þórarinssyni
á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, síðar Hólabiskupi, sem átti eftir að reynast
honum vel.
Jón fékk uppreisn æru að tveim árum liðnum og um haustið það ár, 1772,
fékk hann Stað í Grunnavík. En aftur missti hann embætti ári síðar fyrir sömu
sakir og fyrr, barneign með Jórunni öðru sinni. Nú fékk hann starf við hina
nýju prentsmiðju í Hrappsey á Breiðafirði og vann þar að meira eða minna
leyti uns hann fékk Bægisá fimmtán árum síðar, árið 1786, þegar honum var
veitt uppreisn í annað sinn. Hann tók við kallinu á jólaföstu 1788 og hélt til
æviloka 1819.
Árið f 774 giftist hann Margréti Bogadóttur í Hrappsey Benediktssonar og
hófu þau búskap í Galtardal á Fellsströnd þar sem þau bjuggu við lítið bú þar
eð Jón var jafnframt aðstoðarmaður í prentsmiðjunni. Ekki var hjónabandið
sérlega farsælt og svo fór að Margrét fylgdi bónda sínum ekki að Bægisá og
sáust þau aldrei eflir að leiðir skildu haustið 1788 að því talið er en lögskiinaður
mun aidrei hafa farið fram. í ljóði sem hann orti við skilnaðinn og í eríiijóði
eftir konu sína er djúpur tregi. Margrét lést 1808.
Fyrst eftir komuna að Bægisá hafði hann vinnufólk en fjórða vorið (1792)
ræður hann til sín bústýru sem hafði ekki vistaskipti meðan liann lifði. Hún
hét Helga Magnúsdóttir og var merk kona.
Þótt séra Jón hafi alla tíð fengist við að yrkja og þýða ljóð og sálma, er það
ekki fyrr en á Bægisá að hann fer að fást við þýðingar þeirra verka sem hafa
haldið nafni hans á lofti til þessa.
Fyrstu kvæðasöfn Jóns Þorlákssonar komu út í Hrappsey 1774 og 1783 og
er þar að finna bæði frumort kvæði og þýðingar, m.a. eru þar birtar þýðingar
hans á ljóðum eftir norska skáldið Christian Braunmann Tullin.
á Jffiaepöiá - LESIÐ MILLI LÍNA
7