Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 10

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 10
Ástráður Eysteinsson Þjóðráð Formáli að ritgerð um Paradísarmissi íslenska sjálfstæðisbaráltan á 19. öld fólst sem kunnugt er meðal annars í vegsömun íslenskra fornbókmennta. Þessar bókmenntir urðu sú hejð sem leita mátti til þegar á sögulegum þjóðarmerg þurfti að halda og þær urðu jafnframt að heimkynnum íslenskrar nútímavitundar. þær gátu tengt einingar hinnar heilögu þrenningar - land, þjóð og tungu — þannig að ekki virtist hægt að reka nokkurn sögulegan ileyg á milli þeirra. Fyrir tilstilli rómantískra hugsuða og skálda á fyrri hluta 19. aldar varð „hin gullna öld“ íslenska þjóðveldisins að spegli þjóðernisins, og jafnframt virtist hún innan seilingar; hún var svo nálæg að undrun sætti. Mönnum varð tíðrætt um afrek feðranna frægu sem væru þau nýunnin af sjálfstæðum íslendingum. I Árið 1846 heldur einn af frumherjum íslenskrar bókmenntafræði, Grímur Thomsen, fyrirlestur um stöðu íslenskrar menningar og bókmennta. Þar segh hann: Sjálf kveikir þessi eldfjallaeyja á sitt eindæmi logandi gunnfána á útjaðri Evrópu og stendur eins og viti í myrkrinu milli gamla og nýja heimsins, milli menningar og villimennsku. Á sama hátt standa íbúarnir á mörkum hins gamla og nýja heims. Þeir eiga næga andans menningu, sögu og þjóðernisþroska til að mega teljast menningarþjóð, en hafa líka til þessa dags varðveitt einfaldleika og óbrotna framkomu, eða, — ef svo má segja, þjóðlegan frómleika og látleysi í þeim mæli, að Evrópu, grá orðin af menningarofvexti, sakar þá um skrælingjahátt.1 Grímur rennir sér fyrirhafnarlítið úr fornmenningunni yflr í samtíðina og jafnframt því sem hin lánsamlega einangrun íslands tryggir að „það var og ennþá er: musteri sagnanna, dýrgripaskrín hinnar sérkennilegu norrænu" (21), þá er að sjá sem elligrámi færist yfir Evrópu. Grímur heldur áfram í þjóðernislegum hita og bendir á að íslendingar hafi ekki aðeins fært sín gullaldarverk í letur heldur sjálfir haft manndóm í sér til að sinna þessum arfi: ,„íslendingar hafa ekki einungis sjálfir skapað fornnorrænar bókmenntir, sem eru réttnefndar íslenzkar, heldur lögðu þeir einnig mest til rannsókna þeirra, gæzlu og útbreiðslu." (38). Grímur telur sig þó jafnframt þurfa að „andmæla þeirri skoðun, sem gætt hefur, að ísland sé forngripur, legstaður, þar sem dýrð Norðurlanda sé lögð í haug [...] Slíkt geta þeir einir sagt, sem hafa óljósa hugmynd um þetta land, 1 Grímur Thomsen, „Um stöðu íslands í Skandinavíu, einkum með tilliti til bókmennta“, íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun, Andrés Björnsson þýddi og gaf út, Bókaútgáfa Menningársjóðs, Reykjavík 1975, s. 20-21. Eftirleiðis verður vísað til þessarar greinar með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls. 10 '!'>// // í - TI'MARIT ÞÝÐENDA 1994
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.