Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 11

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 11
þessa þjóð, þetta tungumál og þessar bókmenntir.“ (42). „Ásamt með hinum forníslenzku bókmenntum eigum vér nefnilega aðrar, sem ná til 17. aldar og hafa stöðugt endurskapað fornbókmennntirnar, ekki aðeins ytri einkenni þeirra, heldur einnig hinn forna innri anda, því að hann hefur aldrei slokknað með öllu á íslandi.“ (43). Ekki segir Grímur okkur nánar af þessum bókmenntum, heldur bendir næst á Passíusálmana og þvínæst m.a. á Eggert Ólafsson, Stefán Ólafsson, Jón Þorláksson, Sveinbjörn Egilsson, Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgrímsson. Þar með er hann kominn til samtíma síns og segir: „íslenzkur skáldskapur fyrri tíðar hefur öðlazt verðugt framliald í nýrri bókmenntum, einkum vegna þess að formfesta í ljóðagerð og hirðuleysi um málfar hefur látið undan síga í seinni tíð fyrir göfgi hugsunar og hreinu samræmi í tjáningu.“ (45). í lokaorðum sínum segir Grímur svo m.a. við skandinavíska tilheyrendur sína: Að lokum get ég, íslendingurinn, sem ennfremur sltil dönsku, fullvissað yður um, að eðlilegasta leiðin til endurnýjunar hinna nýrri norrænu mála er að læra íslenzku. Það er náttúrlegast, að móðirin gefi sjálf börnum sínum brjóst í stað þess að láta þau í hendur þýzkum eða frönskum fóstrum, þar sem þau hljóta annarlega næringu og sjúga einnig í sig erlenda lesti og galla. (48-49). Óneitanlega er athyglisvert hvernig hin danska nýlenda birtist hér í móður- hlutverki með skandinavísku þjóðirnar sem börn á brjóstum sér, en mér er þó meir í mun að benda á þá bókmenntasögusýn sem býr í fyrirlestri Gríms. íslenskar bókmenntir eru sjálfsprotttnar og þær nærast af sjálfum sér og eins þrífst þjóðernið á þeirri ótæmandi uppsprettu sem hið forna og sínýja móðurbrjóst íslenskunnar er, ekki síst fyrir tilstilli hins lifandi bókmenntaarfs. Þarna er í rauninni fullsköpuð sú hugmyndafræði sem íslendingar hafa búið að síðan og sem enn er mjög haldið á lofti. Ekki þarf slík ábending að leiða til þess að lítið sé gert úr þessari hugmyndafræði; hún er að vissu leyti blekking, en ekki dregur það úr mætti hennar. Hún hefur vafalaust ljáð þjóðinni mikla menningarlega samstöðu og þegar sagt er í opinberum veisluræðum að íslenskt nútímaþjóðfélag væri óhugsandi án fornbókmennta okkar, er það kannski rétt í þeim skilningi að á þessum menningararfi fundu forkólfar sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld góða fótfestu. II Frá þjóðernislegu sjónarmiði er það því líklega gagnleg blekking að þessi fótfesta myndi samfellu í íslenskri bókmenntasögu. Hér er ekki eins mikil mótsögn og ætla mætti milli þeirra sem séð hafa að mestu stóra eyðu í íslenskri bókmenntasögu frá „gullöld“ fornbókmenntanna til „endurreisnar“ á 19. öld og hinna sem bent hafa á „samhengið í íslenskum bókmenntum“ — eins og Sigurður Nordal í samnefndri ritgerð sem og Grímur Thomsen þegar hann sér í nýjum bókmenntum „verðugt framhald“ á skáldskap „fyi'ri tíðar“. í báðum tilvikum er arfurinn ósköp nálægur, ýmist í nýrri verkum sem endurskapa hann eða handan við eyðu sem er eins og næsta horn; í báðum á .ffiay/Liá - LESIÐ MILLI LÍNA 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.