Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 24

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 24
— Einmitt. Þegar sýður á katlinum fáum við okkur te. Og lifum af. (Djúpt andvarp). — Lif-+um það af. Blístur. Jerome. Gufa. Ljóskeila. Glampar á parketið. — Þú ert einmana. Jerome dettur á gólfið. Slokknar á blaðsíðunni. (Þögn). — Hver sagði þér það? (Rólega og skýrt). — Mamma. — Hvenær? — Þegar hún var að festa töluna fyrir þig. Hún saumaði hana á. Saumaði og saumaði og sagði við Natöshu... — Jæja þá. Bíddu, vertu kyrr, hreyfðu þig ekki, annars helli ég yfir þig... Úff! — Það er heitt, úff. — Veldu þér konfektmola, taktu þann sem þér líst best á. — Ég vil þennan stóra. — Blástu, blástu, og dinglaðu ekki fótunuin. (Konurödd að tjaldabaki). — Slavka! Barið að dyrum. Notalega syngur í hjörunum. — Er hann nú aftur kominn til þín. Slavka, komdu heim! — Nei, nei, við erum að drekka te. — Hann er nýbúinn að drekka. (Hljóðlát einlægni). — Ég... drakk ekki neitt. — Vera ívanovna. Komdu og fáðu þér te. — Þökk fyrir, ég er nýbúin... — Svona, komdu, ég sleppi þér ekki... — Ég er blaut á höndunum... er að hengja upp þvott. (Óboðinn verndari). — Þú mátt ekki toga í mömmu mína. — Gott og vel, ég skal ekki toga... Fáðu þér sæti, Vera ívanovna... — Dokaðu við, ég kem þegar ég er búin að hengja upp. — Stórfínt. Ég læt þá vera að slökkva á prímusnum. — En þú, Slavka, ferð inn til þín um leið og þú ert búinn að drekka. Og ferð að sofa. Hann trufiar þig. — Ég trufla ekkert. Ég er ekki óþekkur. Ónotalega syngur í hjörunum. Ljóskeilurnar á tvist og bast. Ketillinn þegir. — Viltu fara að sofa? — Nei. Segðu mér sögu. — En þú ert orðinn píreygður. — Nei. Ég er ekkert píreygður, segðu mér sögu. — Jæja, komdu þá hingað, til mín. Leggðu höfuðið hér. Svona. Sögu? Hvaða sögu á ég að segja þér? Ha? — Um strákinn, þú veist... — Strákinn? Það er snúin saga, kunningi. Jæja, fyrst þú biður mig er best ég segi þér hana. Nú, já, það var semsé einu sinni strákur. Já. Lítill strákur, svona á að giska fjögurra ára. Átti heima í Moskvu. Hjá mömmu sinni. Og þessi strákur hét Slavka. 24 á- .ySfty/'iá. - TÍMARJT ÞÝÐENDA 1994
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.