Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 24
— Einmitt. Þegar sýður á katlinum fáum við okkur te. Og lifum af. (Djúpt
andvarp). — Lif-+um það af.
Blístur. Jerome. Gufa. Ljóskeila. Glampar á parketið.
— Þú ert einmana.
Jerome dettur á gólfið. Slokknar á blaðsíðunni.
(Þögn). — Hver sagði þér það?
(Rólega og skýrt). — Mamma.
— Hvenær?
— Þegar hún var að festa töluna fyrir þig. Hún saumaði hana á. Saumaði og
saumaði og sagði við Natöshu...
— Jæja þá. Bíddu, vertu kyrr, hreyfðu þig ekki, annars helli ég yfir þig...
Úff!
— Það er heitt, úff.
— Veldu þér konfektmola, taktu þann sem þér líst best á.
— Ég vil þennan stóra.
— Blástu, blástu, og dinglaðu ekki fótunuin.
(Konurödd að tjaldabaki). — Slavka!
Barið að dyrum. Notalega syngur í hjörunum.
— Er hann nú aftur kominn til þín. Slavka, komdu heim!
— Nei, nei, við erum að drekka te.
— Hann er nýbúinn að drekka.
(Hljóðlát einlægni). — Ég... drakk ekki neitt.
— Vera ívanovna. Komdu og fáðu þér te.
— Þökk fyrir, ég er nýbúin...
— Svona, komdu, ég sleppi þér ekki...
— Ég er blaut á höndunum... er að hengja upp þvott.
(Óboðinn verndari). — Þú mátt ekki toga í mömmu mína.
— Gott og vel, ég skal ekki toga... Fáðu þér sæti, Vera ívanovna...
— Dokaðu við, ég kem þegar ég er búin að hengja upp.
— Stórfínt. Ég læt þá vera að slökkva á prímusnum.
— En þú, Slavka, ferð inn til þín um leið og þú ert búinn að drekka. Og ferð
að sofa. Hann trufiar þig.
— Ég trufla ekkert. Ég er ekki óþekkur.
Ónotalega syngur í hjörunum. Ljóskeilurnar á tvist og bast. Ketillinn þegir.
— Viltu fara að sofa?
— Nei. Segðu mér sögu.
— En þú ert orðinn píreygður.
— Nei. Ég er ekkert píreygður, segðu mér sögu.
— Jæja, komdu þá hingað, til mín. Leggðu höfuðið hér. Svona. Sögu? Hvaða
sögu á ég að segja þér? Ha?
— Um strákinn, þú veist...
— Strákinn? Það er snúin saga, kunningi. Jæja, fyrst þú biður mig er best
ég segi þér hana.
Nú, já, það var semsé einu sinni strákur. Já. Lítill strákur, svona á að giska
fjögurra ára. Átti heima í Moskvu. Hjá mömmu sinni. Og þessi strákur hét
Slavka.
24
á- .ySfty/'iá. - TÍMARJT ÞÝÐENDA 1994