Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 30

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 30
skammarlegt að vera tengdir vesælum garðyrkjumanni. Með tímanum fréttu æ fleiri ættmenn Weis af hjónabandinu og þeim ofbauð. Einn þeirra sagði við Wei Shu: „Enda þótt þú sért ekki ríkur maður lengur, eru enn til veluppaldir synir af góðum ættum. Hvers vegna giftir þú dóttur þína óbreyttum garðyrkjumanni og kallaðir skömm yfir forfeður þína? Og fyrst þetta átti sér stað, hvers vegna lætur þú þau þá ekki flytjast á brott, fremur en að láta þau hanga hér í nágrenninu sem sífellda áminningu um niðurlæginguna?" Wei Shu leist vel á hugmynd þessa. Dótturinni og manni hennar var boðið til kvöldverðar. Mitt í drykkjunni og spjallinu gaf Wei Shu Chang Lao í skyn, að hyggilegt væri, að hann flyttist búferlum og settist að annars staðar. „Það væri prýðilegt,“ svaraði Chang Lao rólega. „Ég hef lengi haft hug á að fara héðan en ég óttaðist að þér mynduð ekki líða dóttur yðar að búa fjarri yður. Fyrst þér eruð þessarar skoðunar, þá getum við fiust héðan umsvifalaust. Ég á lítinn búgarð við rætur Wangwu-fells og okkur væri ánægja að fiytja þangað á morgun.“ Við sólarupprás næsta dag kvöddu Chang Lao og kona hans Wei Shu. Dóttirin táraðist vegna aðskilnaðarins við föður sinn, en þegar hún hugsaði til viðhorfa ættmenna sinna til eiginmannsins, þá var hún alis ekki fráhverf því að vera víðsfjarri þeim. „Þegar þér saknið dóttur yðar, “ sagði Chang Lao við Wei Shu, „megið þér senda son yðar að syðri rótum Tientan-fjalls. Þar mun hver sem er geta haft upp á okkur. “ Að svo mæltu hneigði Chang Lao sig mjög djúpt og hjálpaði konu sinni á bak litlum asna. Frú Chang var í síðu pilsi og bar stóran hatt úr pálmablöðum á höfði sér. Hún var jafnvel fegurri en þegar hún gekk í hjónabandið. Chang Lao, með staf í hendi, fylgdi konu sinni eftir fótgangandi. Hægt bar þau í ált að sveitinni og hurfu smám saman sjónum í fögru lands- laginu. Hvorki heyrðist frekar frá þeim, né var um þau rætt í langa tíð. Þá varð Wei Shu hugsað til dóttur sinnar. Mörg ár voru liðin frá brottför hjónanna. Wei Shu velti fyrir sér, hvað um þau hefði orðið. Hann óttaðist að dóttir hans kynni að hafa misst heilsuna vegna stritsins sem eiginkona garðyrkjumanns. Hún hlyti að hafa elst mikið, þóttist hann vita með vissu. Hann ákvað að senda son sinn, Yi-fang, í heimsókn til þeirra. Yi-fang fór að leiðbeiningunum sem Chang Lao hafði veitt. Þegar hann var kominn að syðri rótum Tientan-fjalls, sá hann Kunlun-þræl á baki bleikrar kýr sem beitt var fyrir pióg. „Viitu vinsamlegast segja mér hvar hér í grenndinni ég finn bæ sem er í eigu Chang nokkurs Laos?“ spurði Yi-fang. Kunlun-þrællinn vatt sér af baki kýrinnar og hneigði sig: „Ungi herra, því ber yður svo seint að garði? Herra Chang hefur beðið yðar lengi. Búgarður hans er ekki langt héðan. Ég skal með ánægju fylgja yður þangað.“ Hann gekk með Yi-fang í austurátt og með hægri hendi teymdi hann á eftir sér kúna. Fyrst lá leiðin upp eftir hæðardragi, þaðan sem horfa mátti niður á bláa bergá. Fíngerður gróður stóð í blóma á báðum árbökkunum og fyllti dalinn óvenjulegum ilmi. Þeir höfðu líklega farið um tíu slíkar slóðir áður en þeir fá/l- á - TÍMARIT TÝÐBNDA 1994 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.