Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 33
En af því að auðna yðar skikkaði svo til, að þér fengjuð tækifæri til þess að
koma hingað í heimsókn, þá leyfum við yður að dveljast hér í tvær nætur. Ég
er hræddur um að við verðum að senda yður heim aftur á morgun. “
Á skilnaðarstundinni var frú Chang mjög döpur Hún bað bróður sinn um
að bera föður þeirra innilegustu kveðjur sínar. Chang Lao sagði líka að því
miður gæti hann heldur ekki haft beint samband við íjölskyldu Weis. En hann
fékk Yi-fang tuttugu gull-Li til marks um, að hann minntist tengdaföður síns.
„Það er best að þér takið þetta líka,“ sagði hann við Yi-fang og rétti honum
gamlan hatt. „Þegar þér þarfnist peninga þurfið þér aðeins að fara með þennan
hatt til Wang Lao og biðja um tíu milljónir cash-a. Wang Lao er lyfsali sem býr
í norðurhluta Yangchow-borgar. Yður mun veitast auðvelt að hafa uppi á
honum og hann mun vita að hatturinn er minn.“
Með þetta fór Yi-fang. Chang Lao sendi aftur Kunlun-þrælinn til þess að
íylgja honum að syðri rótum Tientan-íjallsins. Þar hneigði þrællinn sig og
hvarf á brott. Yi-fang kom heim með gullið. Allir ættmenn Weis voru
furðulostnir. Forvimin kom þeim til að spyrja ótal margs. Sumir héldu að Chang
Lao væri æðri vera. Aðrir höfðu hann grunaðan um að vera illur andi. En
engu skipti hver hann var, því gullið var hér, og það var ósvikið.
Fimm eða sex árum síðar hafði Wei-ættin eytt öllu gullinu sem Chang Lao
hafði gefið henni. Wei Shu velti fyrir sér hvort hann ætti að fara með gamla
hattinn hans Chang Laos til Wang Laos og biðja um meira. Margir ættmenn
hans efuðust um að Wang Lao væri til.
„Jafnvel þó þú finnir manninn,“ sagði einn, „hvernig ætlarðu að sannfæra
hann um að hatturinn sé frá Chang Lao? Öðru máli gegndi ef um einkabréf
væri að ræða, en gamall hattur! Ég fæ ekki séð hvernig þú getur fært sönnur
á þetta. Þú munt aðeins eyða tíma þínum og ferðafé til einskis.“
Wei Shu hallaðist fremur að þessari skoðun. Honurn fannst ekki að hann
ætti að reiða sig á ókunnugan mann, sem hann vissi lítil deili á. En hvað
annað var til ráða? Fjölskyldan var að því komin að svelta.
„Það er þess virði að reyna,“ sagði annar ættingi. „Yangchow er ekki svo ýkja
langt héðan. Þú þarft ekki að eyða miklu í ferðalagið, svo þetta yrði ekki til
skaða, jafnvel þó Wang Lao trúi þér ekki. “ Og þar með lagði Wei Shu í ferðina.
í Yangchow, á götu í norðurhluta borgarinnar, sá Wei Shu gamlan mann
sitja í lítilli sölubúð og selja grasalyf.
„Má ég spyrja yður heitis, herra minn?“ spurði Wei Shu.
„Ættarnafn mitt er Wang. Fólk kallar mig Wang Lao.“
„Þér eruð þá rétti maðurinn," sagði Wei Shu og dró gamla hattinn hans
Chang Laos upp úr vasa sínum. „Chang Lao sagði mér að sýna yður þetta og
þér mynduð þá fá mér tíu milljónir casli-a.“
„Peningana get ég vel fengið yður. En hvernig getið þér sannað að hatturinn
sé frá Chang Lao?“
„Getið þér ekki skoðað hann? Ég hef enga ástæðu til þess að koma alla leið
frá Luho í þeim tilgangi að segja yður ósatt.“
Áður en Wang náði að svara lyfti ung dóttir hans dyratjaldinu og kom fram.
„Ég get gengið úr skugga um þetta,“ sagði hún við föður sinn. „Þegar Chang
Lao hafði viðdvöl í borginni kom hann ofl til mín í þeirn tilgangi að láta mig
á Jfflagúiá, - LESIÐ MILLI LÍNA
33