Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 34

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 34
gera við hattinn sinn lúna. Þegar hann kom síðast reyndist ég ekki eiga neinn svartan tvinna til þess að sauma hattinn, svo vel færi. í staðinn notaði ég rauðan þráð. Svo það er hægðarleikur fyrir mig að sjá hvort Chang Lao á hattinn með því að líta á litinn á tvinnanum og sporin, sem ég sjálf saumaði.“ Wang Lao fékk litlu dóttur sinni hattinn. Það reyndist vera sá sem hún hafði gerl við. Ekki voru bornar frekari brigður á beiðni Wei Shus. Hann fékk þessar tíu milljónir cash-a. Frá þeirri stundu trúði öll Wei-ættin að Chang Lao væri upphaíin vera. Síðar tók Wei Shu aftur að sakna dóttur sinnar og hann sendi Yi-fang til þess að reyna að finna hana á ný. En þegar Yi-fang kom að syðri rótum Tientan reyndist allt landslagið hafa tekið stakkaskiptum. í stað engja og bændabýla sá hann einungis margar ár og læki umkringd háum fjöllum og hvergi vottaði fyrir troðningi. Stöku sinnum rakst hann á skógarhöggsmenn á stangli, en enginn gat sagt honum hvar Chang Lao byggi. Dapur í hjarta sneri hann heim aftur, miður sín og vonsvikinn. Öll fjölskyidan áttaði sig á því að fjariægðin miili goðheima og mannheima er óbrúanieg, og Wei Shu væri ógerningur að fá að sjá dóttur sína aftur. Wei Shu fór aðra ferð tii Yangchow til þess að heimsækja Wang Lao, en grasafyfsaiinn var þar ekki lengur. Enginn vissi hvenær hann hafði farið, hvað þá hvert. Sérkennilegt atvik átti sér stað fáeinum árum síðar. Vordag nokkurn þegar Yi-fang var á ferð í úthverfi Yangchow, varð honum gengið fram hjá vínbúð og sá Kunlun-þrælinn koma á móti sér. „Hvernig líður yður, ungi herra?“ spurði þrællinn og hneigði sig djúpt. „Mjög vel, þökk fyrir. Hvernig líður húsbóndanum og frúnni?“ „Þau eru hamingjusöm, að venju. Enda þótt húsmóður minni sé ómögulegt að fara í foreldrahús og heimsækja yður öll, þá gefur hún vandlega gaum að hverju því sem gerisl í ætt yðar. Þér skiljið, ungi herra, að andi er aldrei of fjarri til þess að geta fylgst með atburðum í mannheimum.“ Svo dró hann stóran poka undan klæðum sínum og rétti Yi-fang. „Húsmóðir mín sagði mér að fá yður þennan poka, í honum eru tíu mæli af gulli. Húsbóndi minn og Wang Lao sitja að drykkju inni í vínbúðinni. Ég ætla að fara og segja þeim að þér séuð hérna. Verið svo vinsamlegir að doka við.“ Þrællinn hneigði sig og hvarf inn í búðina. Yi-fang settist niður til þess að bíða undir tjaldhimninum framan við búðina. Rökkva tók, og ekki kom þrællinn. Hissa og ringlaður gekk Yi-fang inn. Vín- búðin var full af viðskiptavinum sem drukku, gerðu að ganni sínu og léku iingraleiki. Hann leit í kringum sig, en kom hvorki auga á Chang Lao né Wang Lao. Kunlun-þrællinn var heldur ekki nokkurs staðar í augsýn. Yi-fang athugaði gullið í pokanum og það reyndist vera ósvikið. Hann var bæði undrandi og dapur vegna þess að honum tókst ekki að finna Chang Lao, því honum þótti leitt að gefast ekki einu sinni tækifæri til að votta þakklæti sitt fyrh' hina höfðinglegu gjöf. Hann fór heim með gullið, sem reyndist nóg til þess að framfleyta fjölskyldu Weis affa ævi hans. Síðan hefur ekkert spurst til Chang Laos. Franzisca Gunnarsdóttir íslensltaði. á - TÍMARJT ÞÝÐENDA 1994 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.