Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 35

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 35
Clarice Lispector Fjölskyldutengslin Ronan og móðir hennar komu sér loksins f>TÍr í leigubílnum sem átti að ílytja þær á stöðina. Móðirin taldi hvað eftir annað töskurnar tvær til að sannfærast um að báðar væru í bílnum. Örlítið tileygð dóttirin samþykkti með dökkum augunum, sem úr skein háðsglampi og kuldi. — Gleymdi ég nú engu? spurði móðirin í þriðja sinn. — Nei, nei, þú gleymdir engu, svaraði dóttirin þolinmóð og varð skemmt. Hún var ennþá undir áhrifum frá því hálfspaugilega sem hafði gerst á milli móður og eiginmanns hennar á kveðjustundinni. Þann hálfa mánuð sem heimsókn gömlu konunnar stóð höfðu þau varla þolað hvort annað; góðan daginn og gott kvöld hljómaði stöðugt með ýtrustu varfæmi svo hún fór næstum að hlæja. Svo gerðist það á kveðjustundinni, áður en þær stigu inn í bílinn, að móðirin breyttist í fyrirmyndar tengdamóður og eiginmaðurinn í góðan tengdason. „Fyrirgefðu hafi ég látið ljótt orð falla,“ sagði gamla frúin, og Catarína sá með vissri ánægju að Antonío hafði ekki hugmynd um, hvað hann ætti að gera við töskurnar í höndunum, hann tuldraði og ruglaðist í hlutverki tengdasonarins góða. „Ef ég hlæ halda þau að ég sé vitlaus,“ hugsaði Catarína og hnyklaði brúnirnar. „Sú móðir sem giftir son sinn glatar syninum en hún eignast nýjan son ef hún giftir dóttur sína,“ bætti móðirin við og Antonío notaði kvefið til að geta hóstað. Catarína stóð kyrr og fylgdist af illgirni með eiginmanninum sem missti öryggið og undan því kom lítill dökkhærður maður sem breyttist í son litlu gráskitulegu kerlingarinnar... Löngunin til að hlæja varð ennþá sterkari við það. Góðu heilli hló hún aldrei þegar hana langaði til að hlæja: hún varð bara ennþá tileygðari, svipur reynslu og taumhalds kom fram í augun og hláturinn skein úr þeim. Löngunin til að hlæja kvaldi hana stöðugt. En hún gat ekkert við því gert: hún hló einungis með augunum frá því hún var barn; hún hafði alltaf verið tileygð. — Ég endurtek að mér finnst strákurinn vera horaður, sagði móðirin og gætti sín á hristinginum í bflnum. Þótt Antonío væri ekki nálægur notaði hún sama ögrandi ásökunartóninn og í nálægð hans. Þetta hafði gengið svo langt að eitt kvöldið varð hann æstur: það er ekki mín sök, Severína! Ilann kallaði tengdamóður sína Severínu, vegna þess að áður en þau giftust höfðu þau ákveðið að vera nútímaleg tengdamóðir og tengdasonur. Síðan, þegar móðirin heimsótti hjónin í fyrsta sinn, bögglaðist nafnið Severína í munni eigin- mannsins, og ennþá var ekki laust við það ef hann nefndi hana með nafni... Catarína horfði á þau og hló. — Mamma, strákurinn hefur alllaf verið grannur, svaraði hún. Leigubíllinn hélt endalaust áfram. — Grannur og órólegur, bætti frúin við með áherslu. — Horaður og órólegur, samþykkti Catarína þolinmóð. Þetta var órólegt barn og úli á þekju. Meðan amman var í heimsókn varð hann ennþá fjarrænni, svaf illa, ringlaður af óhóflegum gælum og ástarhóti gömlu konunnar. Antonío hafði aldrei hirt sérstaklega um viðkvæmni sonarins á- Æay/iiá - LESIÐ MILLI LÍNA 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.