Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 36

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 36
en gaf nú tengdamóður sinni ýmislegt í skyn „til að verja barnið“. — Ég gleymdi víst engu..., byrjaði móðirin á ný þegar bíllinn hemlaði allt í einu, þær köstuðust hvor á aðra og töskurnar ultu. Æ, æ! hrópaði móðirin eins og við óbætanlegt áfall — a! — sagði hún og vaggaði höfðinu undrandi, allt í einu orðin gömul og snauð. Og hvað með Catarínu? Catarína horfði á móðurina, móðirin horfði á dóttur sína; og varð Catarína líka fyrir áfalli? Hún drap tittlinga undrandi, lagaði töskurnar og veskið í skyndi og reyndi að bæta strax úr því sem hafði gerst. Vegna þess að í rauninni gerðist dálítið, því er ekki að leyna: Catarína slengdist þannig á Severínu að í henni vaknaði tilfinning fyrir löngu gleymdri líkamlegri nálægð sem átti rætur að rekja til þess tíma þegar við eigum föður og móður. Og það þótt þær hefðu í rauninni aldrei faðmast eða kysst. Catarína var alltaf miklu fremur barn föður síns. Þegar móðirin kúfaði diskana þeirra og neyddi þau til að borða yflr sig, depluðu bæði auga í samsekt sinni án þess að mamma hennar tæki eftir því. En eftir að þær rákust á í bílnum og löguðu svo á sér fötin var umræðuefnið tæmt. — Af hverju voru þau ekki komin á stöðina? — Gleymdi ég nú engu? spurði móðirin með uppgjafartón. Catarína vildi hvorki líta lengur á hana né svara henni. — Taktu hanskana þína! sagði hún og flskaði þá upp af gólfinu. — Æ, hanskarnir mínir! hrópaði móðirin ringluð. Þær horfðu í rauninni fyrst rannsakandi hvor á aðra þegar töskurnar voru komnar í lesUna, eftir að hafa kysst, og höfuðið á móðurinni birtist í glugganum. Catarína sá þá að móðir hennar hafði elst og að augun í henni gljáðu. Lestin lagði ekki af stað og báðar biðu án þess að vita hvað þær ættu að segja. Móðirin sótti spegil í veskið og skoðaði sig með nýja hattinn, sem hún keypti hjá sama hattagerðarmanni og dóttirin. Meðan hún skoðaði sig setti hún upp óþarflega strangan svip sem var ekki laus við örlitla sjálfsaðdáun. Dóttirin horfði á og henni varð skemmt. Enginn getur elskað þig nema ég, hugsaði konan með bros í augunum; við þessa miklu ábyrgðartilfinningu fékk hún blóðbragð í munninn. Það var eins og hugtakið „móðir og dóttir" væri andstyggð en lífið um leið. Nei, nei, hún gat ekki sagt að hún elskaði móður sína. Hún fann sárt fyrir móður sinni; það var málið. Sú gamla stakk speglinum í veskið og brosti enn við henni. Slitið andlitið en þó afar líflegt virtist leggja sig fram við að fólk fengi einhverja hugmynd um það sem hatturinn var hluti af. Rlukkan á brautarstöðinni hringdi allt í einu, almennt írafár greip fólkið og ýmsir hlupu til og héldu að lestin væri nú að leggja af stað. Mamma! sagði konan. Catarína! sagði gamla konan. Þær litu hræddar hvor á aðra, en einhver taska á höfði burðarkarls byrgði þeim sýn og strákur á hlaupum greip ósjálfrátt í handlegginn á Catarínu svo hálsmálið á kjólnum hennar skekktist. Þegar þær sáu hvor aðra á ný var Catarína að því komin að spyi'ja hvort hún hefði ekki gleymt einhverju... — Gleymdi ég nú engu? spurði móðirin. Catarína virtist líka hafa gleymt einhverju. Þær litu furðu lostnar hvor á aðra, vegna þess að ef þær hefðu gleymt einhverju var nú allt orðið um seinan. Einhver kona dró krakka á eftir sér, krakkinn grenjaði, stöðvarklukkan hringdi á ný... Mamma, sagði konan. Hvað var það sem þær höfðu gleymt að segja 36 á ^eey/^iá- - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.