Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 38

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 38
hann kannaðist ekki við orðin: hann umgekkst hlutina kuldalega, fann ekkert samliengi í þeim. Þarna var hann að hrista rakt handklæði, nákvæmur og fjarlægur. Konan fann til yndislegrar hlýju og að hana mundi langa til að halda drengnum endalaust í faðmi sér á þessu andartaki. Hún tók handklæðið úr höndum hans, honum til viðvörunar: svona strákur! En hann horfði áhugalaus út í loftið og talaði við sjálfan sig. Hann var alltaf annars hugar. Engum tókst í raun og veru að vekja athygli hans. Móðirin hristi handklæðið og sá þess vegna herbergið ekki greinilega. Mamma, sagði drengurinn. Catarína sneri sér snöggt við. Þetta var í fyrsta sinn sem hann sagði „mamma“ í þessum tón, án þess að biðja um nokkuð. Þetta var meira en það að hann væri að fullvissa sig: Mamma! Konan hélt áfram að hrista handklæðið í ákafa og hugsaði um hverjum hún gæti sagt frá því sem hafði gerst, en fann engan sem skildi það sem hún gat ekki útskýrt. Hún sléttaði vandlega hrukkurnar úr handklæðinu áður en hún hengdi það til þerris. Kannski gæti hún sagt frá þessu, ef hún umskapaði það. Hún gæti sagt að drengurinn hefði spurt: Mamma, hver er guð? Nei; kannski: Mamma, drengnum finnst vænt um guð. Kannski þannig. Það væri ef til vill aðeins hægt að segja sannleikann með því ráði að nota tákn; aðeins þannig yrði sannleikurinn meðtækilegur. Það var bros í augum hennar yfir nauðsyn lyginnar, en einkum vegna vitleysunnar í henni sjálfri, þannig fiúði hún Severínu; konan hló allt í einu einmitt við drengnum og ekki aðeins með augunum: líkaminn brotnaði niður og hló, umbúðirnar losnuðu utan af hlátrinum og einhver hrjúfieiki spratt fram ekki ósvipað hrotum. Ljót, sagði drengurinn þá og skoðaði hana. — Förum út að ganga, sagði hún, roðnaði og tók í hönd honum. Hún gekk gegnum stofuna og sagði við eiginmanninn án þess að nema staðar: við ætlum út! og hún skellti hurðinni á íbúðinni. Antonío gafst varla tími til þess að líta upp úr bókinni, og hann svipaðist furðu lostinn um mannauða stofuna. Catarína! kallaði hann en heyrði þá að lyftan suðaði á niðurleið. Hvert ætla þau? spurði hann sig órólegur, hóstandi og snýtti sér. Vegna þess að hann átti frí á laugardögum en vildi að konan hans og sonur væru heima meðan hann ætti laugardagsfrí. Catarína! kallaði hann leiður, þótt hann vissi að hún gæti ekki lengur heyrt til hans. Hann stóð upp, fór að glugganum og grillti andartaki síðar í konuna og soninn á gangstéttinni. Bæði höfðu numið staðar, kannski var konan að íhuga hvaða leið þau ættu að fara. Alll í einu lögðu þau af stað. Af hverju gekk hún svona hratt og hélt í hönd drengsins? Gegnum gluggann sá hann að konan hélt fast í hönd drengsins, haskaði sér og starði fram fyrir sig; og þótt hann sæi það ekki ímyndaði hann sér að hörkusvipur væri á munninum á henni. Engin leið var að vita af hvaða myrka skilningi krakkinn starði líka fram fyrir sig, furðu lostinn og saklaus á svip. Ef horft var ofan úr glugganum misstu báðar verurnar sitt alkunna útlit og urðu eins og klessur á jörðinni og voru dökkleitari en ella í sjávarbirtunni. Hárið á stráknum flaksaðist... Eiginmaðurinn endurtók spurninguna sem gerði hann órólegan þótt hún væri ósköp hversdagsleg: Hvert ætla þau? Hann sá áhyggjufullur að konan 38 - TÍMARJT ÞÝÐENDA 1994
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.