Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 46
Meyjargrátur
(Tó gelastó peði')
Á ágústmorgni árla,
er yfir döggvot tún
í gullnu geislafióði
gægðist dagsins brún,
ég ungmey leit í lautu
sem lauguð tárum sat,
sinn ástmann aldrei framar
hún örmum vafið gat.
Þau örlög voru óblíð
sem ástmaðurinn hlaut
að það var írskur auli
sem á hann kúlu skaut.
Hvað varð um vininn minn?
Ég víst hann aldrei finn
né fæ ég, kinn mót kinn,
að kyssa munninn þinn.
Ó, hefði hann aðeins orðið
enskri kúlu að bráð
og fyrir föðurlandið
drýgt fræga hetjudáð.
En verra er að eiga
sér írskan banamann,
hans andlát var til einskis,
og enga dáð hann vann.
Hann týndi lífi, tel ég,
af tómum klaufaskap,
það var hans besti vinur
af vangá sem hann drap.
Ég brjóst mitt bresta finn,
þótt blár sé himinninn,
ég ann þér alla tíð,
og eftir þér ég bíð.
46
á Jföœpáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994