Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 47
Hærra og hærra
(Lígó akóma)
Við eigum ólcomna daga,
við eigum ókomna daga,
möndlutré í blóma
móti dagsins ljóma
mun þar rísa laufi klætt.
Við steí'num hærra
og hærra og hærra
og hærra og hærra upp,
við stefnum hærra upp
og hærra og hærra upp.
Við eigum ókomna daga,
við eigum ókomna daga,
hof á hæðarbarmi
sveipar sólarbjarmi,
vegurinn er vonargrænn.
Já, áfram hærra
og hærra og hærra
og hærra og hærra upp,
já, áfram hærra upp
og hærra og hærra upp.
Kristján Árnason íslenskaði
Fjögur fyrstu ljóðin eru eftir Manos Elevþeríú og úr svonefndum Alþýðusöngvum
(Laíka), sem samdir voru á árunum 1967-68, skömmu eflir að herforingjastjórnin hrifsaði
völdin í Grikklandi, og er ljóðið Lestin ort til minningar um fallinn félaga í baráttunni
gegn henni. Næstu tvö, Nú er tími og Sláturhúsið, eru eftir Þeoðorakís sjálfan, hluti af
Söngvum handa Andreasi, og lýsa eigin reynslu á þessum tímum. Meyjargrátur er úr
leikritinu Gísl eftir Brendan Behan.
Síðasti textinn er byggður á ljóði eftir Gíorgos Seferís úr ljóðabókinni Mýþístoríma
(1935) sem kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar árið 1967 undir heitinu
Goðsaga. Seferís er fæddur í Smyrnu í Litlu-Asíu aldamótaárið 1900, en var rekinn
þaðan af Tyrkjum ásamt öðrum grískum íbúum árið 1922 og starfaði að háskólanáini
loknu í utanríkisþjónustunni. tfann ruddi alþjóðlegum módernisma braut í grískum
bókmenntum, og í ljóðum hans blandast áleitin tilfinning fyrir rótleysi nútímamanna
sterkri fortíðarvitund Grikkjans. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1963 en
lést árið 1971.
á ~ LESIÐ MlLLl LINA
47